Sep 22, 2007

Fæðingarstyrkur húsmæðra

Í ljósi þess að okkur Korturum fæddist lítil falleg stúlka fyrir um það bil 9 vikum þá áttum við fátæku aumingja námsmannadruslunar rétt á fæðingarstyrk námsmanna, þar sem við erum með lögheimil á Íslandi. Styrkurinn er ekki hár rétt um 90 þús á mánuði (í 9 mán saman) en kemur sér þvílíkt vel hérna í US and A þar sem allt er ódýrara fyrir utan heilbrigðistryggingar og leikskólagjöld. Að vísu var það svo mat sjóðsins að frúin hefði ekki verið í fullu námi í 6 HEILA mánuði og því bæri að líta á hana sem vesæla húsmóður og þær þurfa ekki nema 1/2 styrk. Góði fæðingarstyrkurinn sem Kortarar höfðu séð fyrir sér var því ekki alveg að gera sig. Því miður lítið hægt að gera við því. Í seinustu viku fékk Kortfrúin svo boð frá háskólanum um svokallaða Teachers assistant stöðu á þessari önn. Á planinu var að frúin tæki við svona stöðu á komandi vorönn en ekki á haustönn því ekki má vinna á fæðingarstyrknum góða. Tilboðið frá skólanum, fól í sér um 42 þús ísl. á mánuði, töluvert góðan afslátt af skólagjöldum bæði fyrir frúna og Geðið+ mjög góðar heilbrigðistryggingar fyrir aðeins 5 tíma vinnu á viku. Kortarar þurftu ekki að velta hlutunum lengi fyrir sér, úr verður að Geði tekur 6 mánuði hjá sjóðnum og frúin tekur 2 mánuði sem liðnir eru, á mánudaginn byrjar hún svo að vinna. Frúin er því formlega hætt í fæðingarorlofinu og farin að vinna eins og öllum góðum húsmæðrum sæmir... Who's a homemaker now???

5 comments:

Anders said...

det var da vist også på tide...hun er jo super doven !!!! ud og lav noget

Anonymous said...

Tími til komin að kella færi að vinna. Það gengur ekki að hanga bara heima yfir einhverjum krakka!!

Fláráður said...

Frááábært!

Anonymous said...

May the force by with you frú Kort. Þú ert massa töffari. ps Kári biður að heilsa B og Á

Anonymous said...

Það eru bara aumingja sem liggja heima í marga mánuði í fæðingarorlofi !!!