Oct 10, 2007

Florida og guðfaðirinn

Kominn smá tími á rapport eftir viðburðarríka viku hjá Korturum. Seinasta þriðjudag skellti familían sér til Florida, Geði fékk rosa flottann styrk til að fara á hina árlegu APNA ráðstefnu. Svo veglegur var styrkurinn að restin af familíunni ákvað að skella sér með og var því ákveðið að bæta við einum degi og kíkja í disney world. Allir Kortararnir voru rosa sáttir með ferðina, sérstaklega skemmtigarðana, þvílíkt góð þjónusta og einstaklega þægilegt að vera með litlu Ágústu í görðunum. Fyrir utan engisprettuna sem réðst á Kortfrúnna a.k.a frúnna með skordýrafóbíuna, þá var þetta brill frí. Á laugardagsnótt komu Kortarar heim frá Florida, eftir sex tíma seinkun og gott chill á Orlando flugvelli. Vinir okkar hjá Northwestern voru svo miður sín yfir seinkuninni að þeir gáfu Korturum 300 dollara inneign, alltaf að græða. Þegar heim til Minneapolis var komið, blasti við okkur rauðhausinn hann Páll Sigurjónsson a.k.a Palli díler, the handyman og guðfaðir Ágústu Kort og frú Unnur hin prúða. Já, hrósið fær Unnur fyrir að hafa keypt flugmiða til Minneapolis í mars sl. og haldið því leyndu fyrir Pallanum alveg þangað til á föstudag þegar gæinn var kominn upp á flugvöll. Flott þrítugsafmælisgjöf. Kortarar eru líka ansi ánægðir með að hafa náð að halda kjafti með surprisið hans Páls. Hjónin voru frá föstudegi til þriðjudags og voru þau til friðs mest allann tímann. Páll var þó með smá vott af heimþrá og ökubræði en við fyrirgefum honum það, tímamismunur og nýtilkominn færsla yfir á fertugsaldurinn hafa vafalaust spilað þar inní. Kortarar þakka þeim hjónum fyrir innlitið. Það var einstaklega gaman að hitta ykkur, Vonandi verðið þið lengur næst.

Ágústa Kort og guðfaðirinn

6 comments:

Anonymous said...

Guðfaðirinn tekur sig vel út með Ágústu prinsessu!
Já mikið er það nú gott að hjónin úr Garðabænum voru stillt og prúð mestallan timann - maður var bara farin að vera smeykur hmm....
Frú Kort - hvernig er þetta með þig og skordýr! Ég hef greinilega ekki náð að af-fóbía þig með mínum skordýraáhuga! Vinnum í því :) Nú fer að líða að komu okkar kvennanna úr Firðinum góða!

Anonymous said...

Kæru hjón - við þökkum kærlega fyrir okkur. Góðar móttökur að vanda og fyrir lánið á bílnum.

Anonymous said...

Fariði vel með Pallarann; þetta er saklaus og viðkvæm sál!

Anonymous said...

Og ég sem hélt að Kort frúin væri hetja...

Unknown said...

Bara láta vita af mér hérna Gísli minn. Sakna þín úr BootCampinu, það vantar talsvert uppá geðveikina ;)

Fláráður said...

Já, það má varla sjá hvor er fegurri á myndinni, Palli eða Ágústa.