Dec 18, 2009

post- Jol

Greinilega kominn tími á eina færslu hérna, svona í ljósi þess að okkur er farið að berast hótanir á dönsku sökum bloggleti. Ótrúlegt hvað tíminn líður hérna í USA, síðan seinast hefur margt gerst.

Við lifðum af Thanksgiving fengum þrjá tyrki í mat þar sem við vorum nú að borða turkey. Það var svaka stemning svaka fjör. Kristín sýndi á sér áður ókunna dreifarahlið eða meira svona togarahlið en gellan slóg met í blótsyrðum það kveld. Nú gengur hún undir nicknameinu fucking Krist, ekki amalegt það. Eftir thanksgiving komu svo foreldrar Kris og áttu góða daga hérna hjá okkur. Þau komu klyfjuð íslenskum varningi fyrir jólin og svo til að toppa það var bökuð lagkaka að hætti bakara. Þannig að það eina sem vantar hérna um jólin eru fjöllin.

Frá byrjun Des hafa námsmennirnir verið að klára skólann, það er því búið að vera mikið álag á heimilisfólkinu. Gilli geð er núna kominn í jólafrí, börnin klára skólann/leikskólann á morgun, Kris kemst í frí á sunnudag en greyið Geðfrúin fer í próf á Þorláksmessu. Jólaundirbúningurinn hérna er því rétt að hefjast en sem betur fer er jólafríið langt þannig að við getum hvílt okkur ;)

Sambúðin ógurlega hefur nú staðið yfir í að verða 4 mánuði og hefur þetta allt farið langt fram úr okkar blautustu draumum. Við erum svo ánægð með þetta fyrirkomulag, kemur sér ansi vel fyrir alla, Seinustu helgi skellti hele familían sér -1 í jólatréleiðangur. Þar var rífandi stemning, börnin fengu að hitta santa claus sem var bara töff meðan Gilli og Bo unu sér vel í náttúrunni. Daginn eftir skelltu konurnar sér ásamt börnum á Íslendinga Jólaballið hérna í minneapolis á meðan mennirnir fóru á Viking football leik. Já íþróttaáhugi hefur á seinustu mánuði hérna at the Kort mansion aukist til muna hjá þeim sem bera Y litning.

Planið í jólafríinu er að ljúka fyrsta drafti að heimildarmyndinni Bo i Usa. Einnig ætlar heimilisfólkið að leggjast í hattargerð. En framtíðin ku vera þar


Thanksgiving dinnerinn


Karlpeningurinn hönd í hönd að velja jólatré


Börnin og Jóli

Kortbörnin í nýju kojunni

2 comments:

Anders said...

ja på tide at skrive lidt var det nu.
bare synd at jeg ikke kan give jer dumflade gennem skype. Men måske skulle jeg betale en i US til at komme og dele lidt dumflade ud....

Anonymous said...

Hæ elskurnar mína - Hvaðan komu Tyrkirnir? Reyndu þeir nokkuð að ræna íslensku konunum hohohoh heheheheh..God I am so funny!!! Flottar myndir og VÓ hvað jólasveinninn er flottur - Ef við skyldum flytja út þá ætla ég að taka búninginn minn og skegg út og heiti því að skemmta íslensku börnunum í familíunni

Ykkar Bjö

Ps Muniði að börnin ykkar verða ekki greind nema að fylgjast með Stundinni Okkar í gegnum netið á hverjum einasta sunnudegi - Ekki viljið að börnin ykkar endi öll með amerískan hreim!!!