Dec 13, 2010

Old school blog

Einhver bað um old school traditional blog, Seinustu fjórir mánuðir hafa flogið frá okkur eins og alltaf, annað hvort er þetta aldurinn eða það er bara svona gaman hjá okkur. Líklegast einhver samvirkni áhrif í gangi hér.

Anyhow, liðið at the Kort mansion hefur verið ansi busy seinustu mánuði, svona til að stikla á því helsta sem á daga okkar hefur runnið:

Ágúst

  • Sumarönninni lauk hjá Kris og Auju
  • Þór og Soffía komu, einhver keypti sér Ipad
  • Tommi frændi kom í heimsókn
  • Suðurnesjaliðið kom (Hrefna,Hörður, Frosti og Nadía)
  • Bo fór til Detroit
  • Kortfamilían og Tommi fóru í roadtrip, Badlands, Mt. Rushmore, Devils Tower og Yellowstone voru meðal þess sem við skoðuðum
  • Hitt liðið chillaði í Minneapolis í vatnsrennibrauta og skemmtigörðum.
  • Kortfamilían, keyrði 2500 mílur á 8-9 dögum
  • Einhver keypti sér leðurjakka
  • Auja borðaði Bisonkjöt
  • Gilli sá Grizzly bear og húna í Yellowstone
  • Kris varð confused
  • Björn Kort borðaði grillaðan Wayne Rooney sykurpúða
  • Bo keyrði frá M til D og aftur frá D til M án þess að stoppa í C.
  • Gússí sýndi að hún er náttúrubarn
  • Kortfamilían fékk höfuðverk sökum hæðabreytinga í Yellowstone
  • Ristað brauð með osti komst í tísku at the Kort mansion
  • Bo gerðist grænmetisæta
  • Bo gerðist meatlover og eater again
  • Stúlkur og konur hlupu vötnin, í geðveikum hita
  • Kortfamilían survived bear country (Yellowstone) og kom aftur hjem
  • Komumst að því að Wyoming er með fallegri fylkjum US and A, höfum ekki séð öll og getum því ekki alhæft útfrá okkar eigin reynslu
  • Fögnuðum 1 árs sambúðarafmæli, erum orðin svo tengd að orð eru óþörf
  • Gestir fóru heim eftir gott frí
  • Einhver sagði “Ég vil ekki fara til skíta Íslands”
  • Chilluðum og undirbjuggum haustönnina

September

  • Skelltum okkur á State fair;
  • Einhverjir fengu sér deep fried bacon
  • Allir fengu sér deep fried candy bar
  • Skólinn byrjaði hjá öllum
  • Drengirnir byrjðu í soccer
  • Foreldrarnir urðu soccer Moms and Dads
  • Börnin byrjðu að æfa sund
  • Gyllinæð(i) kom í heimsókn
  • Amma Pönk varð 60 ára
  • Gilli fór til Íslands í 60 ára afmælið
  • Einhver varð jetlagaður og svaf ekki í viku
  • Fórum öll í brúðkaup up north hjá Keylu og James, barnapíunum okkar
  • Gússí var flowergirl í brúðkaupinu, fallegri blómastúlka hefur ekki sést
  • Boðið var uppá íslensk nammi í brúðkaupinu
  • Bjölli fór í síðbuxur í fyrsta skiptið síðan í fermingunni hjá Árný í apríl
  • Gússí át blómin
  • Gilli fann dauðan íkornana í klósettinu í kofanum up north
  • Kaffidrykkja jókst um 50% at the Kort mansion
  • Kokkteilsósulagerinn fór minkandi
  • Einhverjir hættu að reykja algerlega sveiflulausir
  • Kris fagnaði 10 ára afmæli, haldið var party at the KortMansion
  • Bo átti afmæli varð 40 og eitthvað, komst á fimmtugsaldurinn
  • Kris átti afmæli og varð 32 og fékk hlaupaúr
  • Kona og stúlka hlupu vötnin

Október

  • Einhverjir byrjuðu að reykja
  • Auja kláraði Twin cities maraþonið
  • Amma pönk, Ágústa godmother og Ásta ljósmóðir komu í heimsókn
  • Gestir versluðu vel
  • Drengirnir fengu Lego og voru happy
  • Gilli kláraði grein for submission
  • Gestir og Korthjón skelltu sér á Fogo de Chao í lunch
  • Bo flaug til Detroit
  • Drengirnir kláruðu fótboltann með stæl
  • Auja byrjaði að skrifa doktorsritgerðina ;)
  • Þór varð 8 ára og haldið var scary afmælispartí at the Kort Mansion
  • Gilli braut sverð í átökum sínum við pinataða í afmælinu
  • Ásthildur a.k.a Britney Auju systir braut löpp á Hafnarfjalli, og þar með var öllum hlaupaáformum í komandi Floridaferð aflýst
  • Bo flaug þvert um Bandaríkin á ferð sinni frá Detroit til Minneapolis
  • Kris og Auja hlupu 10 mílur í Monster Dash hlaupinu
  • Börn og fullorðnir minus Bo hlupu 5 km í Monster Dashinu
  • Héldum upp á Halloween með trick or treat
  • Brisket tímabilið hófst formlega hjá Gilla kokk

November

  • Gilli varð 32 ára og hélt uppá afmælið í kaffiboði hjá íslenska ræðismanninum
  • Keyptum hálfa rollu
  • Lærðum auðvitað öll eins og crazy
  • Kusum öll einhverja dreifara og annað none séð og heyrt lið í einhverju stjórnlagastuffi fyrir the old country
  • Bo fór til Detroit
  • Skelltum okkur á sleðaferð
  • Bo kom heim og fór til Florida
  • Héldum uppá Thanksgiving með 11 manna alþjóðlegu matarboði, (Gestir: íslendingar, tyrki, kóreubúi, kani og indjáni)
  • Kris og Geðfrúin fóru að versla at 5 am á black Friday
  • Borðuðum Turkey í 5 daga
  • Lærðum meira
  • Kris mætti í skólann
  • Einhver mokaði snjó

Desember

  • Lærðum meira
  • Bökuðum 5 sortir af smákökum og eina góða lagköku
  • Skelltum okkur í Reindeer run Bingo
  • Kris mætti í skólann
  • Bo ákvað að koma heim
  • Björn Kort kældi skólatöskuna sína með ísklump
  • Festumst inni í 36 tíma sökum snow storm
  • Gilli fór á gönguskíðum til að redda nauðsynjarvöru fyrir heimilið
  • Festum bílinn
  • Mokuðum snjó
  • Hittum Santa Claus

Framundan eru skemmtilegir og annasamir tímar,

Önnin klárast þessa vikuna.

Á fimmtudag fer Kortfamilían til Florida þar sem planið er að chilla með Vallarhjónunum og hafnarfjarðarliðinu í 3 heilar vikur.

Kris og Co fara til Íslands 19 des og verða þar í sirka 4 vikur.

Að vonum eru allir heavy spenntir fyrir komandi ferðalögum, þangað til er planið að læra og klára þessa önn eins og aldrei áður, og hafa gaman

The dudes
B0 að lemja fólk á State Fair
Frúin eftir maraþonið
Gestir á steikhúsi

Kris að hlaupa 10 mílur
Sleðaferð
Thanksgiving dinner

Bakaralið í góðum fíling

No comments: