Dec 31, 2007

2007 annáll the Kort family

Enn eitt árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið.

Árið 2007 var skemmtilegt og rólegt ár ef miðað er við flutningsárið mikla 2006. Ferðalög, skóli, skóli, meiri skóli og aðeins meiri skóli, TA djobb, hjúkkudjobb, kuldi (frost), flutningar, hiti (raki), fæðing og gestir er meðal þess helsta sem stóð uppúr á þessu rólegheita ári Kortara.

Kortarar skelltu sér í nokkur góð ferðalög á árinu. Byrjað var á stuttu stoppi í Madison í jan, the old country í febrúar, Seattleborg var heimsótt í mars, Orlando í oktober, og Chicago nú seinast í desember, ásamt þessu var familían dugleg að ferðast um Minnesotafylki. Markmið Kortara er að heimsækja öll fylki USA.

Korthjón stunduðu bæði nám sitt og TA stöður með góðum árangri. Árið fór vel í Björn Kort sem hélt áfram í pre-school, en á miðju ári skipti tappinn um skóla og fór í pre-kindergarten. Gæinn vill þó mest fara í sjóræningjaskóla þar sem hann getur lært að drekka romm og verða ekta pirate. Við lifðum fyrsta veturinn í Minneapolis af, sem er afrek í ljósi þess hversu fáránlega kalt var hérna suma dagana. Þökkum þar fínu lífrænu ullinni fyrir að hafa haldið útlimum þegar verstu kulda tímabilin gengu yfir. Gilli geði bætti í reynslubankann og fílaði vel að vinna í sumar sem óbreytt hjúkka á geðdeild hérna í USA. Við fluttum í draumahverfið í flotta Kort Mansionið. Frúin lifði af rakann hérna í óléttunni, var þó tæpt á tímabili.

Ágústa litla Kort var ekkert að drífa sig og lét umheiminn bíða, þangað til móðirinn missti þolinmæðina (ekki vatnið) og lét læknavísindin ýta við stúlkunni sem heiðraði okkur með komu sinni 23 júlí sl. Daman er búin að vera eins og draumur í dós síðan eða á þann veg að foreldrarnir gátu stundað nám sitt ásamt því að sinna henni.

Eins og fyrri ár þá var gestkvæmt og góðmennt hjá Korturum á árinu, sérstaklega eftir að nýjasti Kortarinn mætti á svæðið. Kortfamilían þakkar öllum gestum einstaklega vel fyrir allar heimsóknirnar á árinu, og já þið hin sem af einhverjum ástæðum komust ekki í ár til okkar, takk fyrir símtölin á árinu.

Árið 2008 stefnir í að vera spennandi fyrir Kortfamilíuna. Hjónin munu halda áfram í skólanum, Ágústa mun byrja í dagvistun í feb. þannig að hjónin ættu þá að geta einbeitt sér betur að náminu. Hin 9 maí næstkomandi mun Geði svo verða formlegur geðhjúkrunarfræðingur eða klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun, flottur titill þar. Eftir það mun Geði einbeita sér að því að fixa geðið í kananum hérna í USA. Planið er að vinna hérna í eitt ár til að byrja með, og meta svo stöðuna. Björn Kort mun prófa public skólana í Minneapolis þegar hann byrjar í kindergarten í haust. Planið er að koma drengnum í football og græða fullt af dollurum á þessu risavaxna afkvæmi okkar, ekki nema sanngjarnt að maður fái eitthvað smá uppí fæðiskostnaðinn. Skemmtileg roadtrip eru líka fyrirhuguð á árinu, DC, Virginia, Kanada og Florida er meðal þess sem við höfum í huga. Góðir gestir eru einnig væntalegir á komandi ári. Þeir sem staðfest hafa komu sína eru amma pönk sem væntaleg er 4 janúar nk., Constanza-hjónin í apríl, baunirnar og amma pönk again í maí. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og eigum við von á honum aftur. Eins eigum við von á að sjá guðmóðurina úr Hafnarfirði og fylgdarlið, fínu læknahjónin úr hlíðunum, guðfaðirinn og co úr Garðabænum og vonandi fleiri góða gesti einhvern tímann á árinu. Nú ef ekki þá vonumst við til þess að hitta sem flesta þegar við komum í heimsókn til the old country til þess að skíra Ágústu Kort í maí-júni næstkomandi.

Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2007 og gleðilegt nýtt ár 2008.
The Kort familían in the States
Land Of The Free Home Of The Brave.
Hele Kortfamilían í Chicago 2007

11 comments:

Anonymous said...

Það er aldeilis kraftur i ykkur. Kemur svo sem ekki á óvart. Þakka ykkur fyrir góðar samvistir á árinu sem er að líða bæði hér heima og í USA. Alltaf gaman að vera með ykkur. Hlakka til að sjá ykkur í maí og minni á að ég er löglega afsökuð frá löngum flugferðum fram eftir árinu. Guð veri með ykkur, áramótakveðja til nöfnunnar og guðsonarins.

Anonymous said...

við elskum ykkur líka, hlökkum til að sjá ykkur i sumar.
Gleðilegt komandi ár og takk fyrir öll gömlu.

Kveðja Eva og Kári..

Anonymous said...

Við erum líka ákaflega stolt af ykkur og samgleðjumst ykkur, bæði með fæðingu Ágústu litlu og góðan námsárangur. Ein smá athuasemd ég kem 3. janúar en ekki þann 4. Vona bara að ég þurfi ekki að bíða í sólahring á flugvellinum. Annars hlakka ég mikið til að hitta ykkur öll og mun njóta þess að vera með ykkur í nokkra daga. Kveðjur frá ömmu og Halldóri

Ally said...

Gleðilegt árið gott fólk

Anders said...

2007 blev året man ikke skulle tæve jer i Settlers, det var lidt surt. men ellers er i jo ikke savnet...

Anonymous said...

Kæra fjölskylda
Þökkum kærlega vel og mikið fyrir frábærar samverustundir á árinu sem nú er liðið. Þið eruð eins og áður hefur komið fram í commentum undirritaðri - frábær - við getum verið alveg reglulega stolt að eiga slíka fulltrúa Íslands in the land of the brave!!!!
Til lukku með þetta allt og vonandi sjáumst við fyrr heldur en seinna - hei da!

Unknown said...

Love frá Jónsson fjölskyldunni á Hagamelnum. Vonandi að ég fái frúnna til að drífa með mér til USA fyrr en síðar :)

Gleðilegt ár öll sömul!!

Anonymous said...

Bestu kveðjur úr Garðabænum - myndarleg fjölskyldu mynd!! nú er bara um að gera að stækka hana í A1 og hengja upp á vegg svona eins og ekta ameríkani!!
Við héldum upp á eins árs afmæli í dag- Markús var sáttur með að opna alla pakkana enda hafði daman ekki hugmynd um hvað var að gerast.
Biðjum að heilsa og hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Kveðja Unnur og co

Fláráður said...

Gleðilegt nýtt ár Kortarar! Takk fyrir allt gamalt og flug Choncordanna - verður skemmtilegra með hverjum þætti.

Anonymous said...

Gleðilegt árið kæru kortarar.
Takk fyrir gömlu árin frú Auðbjörg. Hvað ertu búin að halda geðheilsu minni í lagi lengi? Það eru orðin ansi mörg ár... verða 7 á þessu ári held ég svei mér þá. Ég var tveggja ára þegar þú ætleiddir mig og ólst mig upp og í ár verð ég 9 ára ef Guð lofar!!! Takk fyrir þetta Auja mín!

Anonymous said...

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu. Þetta var skemmtileg lesning en merkilegast af öllu finnst mér vera að þú Auja hafir í alvöru þolað rakann þarna í lok óléttunnar. Vá! Ég man að ég frysti alla úti í mars/apríl fyrir ,,nokkrum áratugum" og skildi ekkert hvað öllum var kalt...
Valdís