Dec 4, 2007

Ævintýri

Kortfeðgin lentu í skemmtilegu atviki um daginn. Þannig var að Kortfrúin og börn voru á útleið einn morguninn þegar við þeim blasti stór eskimóa eða sleðahundur í garðinum. Viðbrögð frúarinnar með alla sína hundaþekkingu og reynslu, ekki allir sem geta státað af hundaatferlisnámskeiðum í den tid, voru að fara aftur inn og vonast til að rakkinn læti sig hverfa. Á meðan við biðum eftir að hundurinn færi, útskýrði frúin fyrir B-Kort að hættulegt gæti verið að tala við ókunnuga hunda og allt það. Drengurinn var þó ekki sammála móðurinni með að um hund væri að ræða,heldur stóð gæjinn harður á því að þarna væri úlfur á ferðinni. Eftir að hafa fylgst með voffa í smá stund heyrist svo í Birni Kort, "Mammma, ég er með hugmynd! Við verðum að drepa hann, verðum að drepa úlfinn". Nánari útlistanir á nákvæmlega hvernig hann hafði hugsað sér að ganga frá úlfinum fylgdu svo. Korthjón sem hingað til hafa ekki verið mikið fyrir að predika dráp eða annað eins velta nú fyrir sér hvaðan drengurinn fái hugmyndirnar. Spurning hvort hér sé um að ræða áhrif fra ameríku eða Njálu??

3 comments:

Anonymous said...

He he, snilli.

Hann er auðvitað undir áhrifum frá hinu hugljúfa ævintýri um Rauðhettu og úlfinn.

Anonymous said...

Segið svo ekki að the Icelandic Saga´s geti ekki komið til bjargar á ögurstund!!!!!!!

Anders said...

Dejligt at høre det trods alt er lidt mandfolk i knægten. Så ligner han altså sin mor mere end sin tøsedrenge far !!!