Feb 18, 2008

5 ára gaur

Afmælisbarnið með kökuna flottu
Litli/stóri Kortarinn okkar var 5 ára í dag, hvorki meira né minna. Að hans mati stór kall sem er alveg að verða fullorðinn. Og það að vera fullorðinn samkvæmt B. er flottast því þá getur maður farið til sjóræningalands og drukkið rom og öl í hvert mál. Já, lofar góðu drengurinn.
Annars var dagurinn ansi vel heppnaður, planið var að fara með Miles í bíó og einhver skemtilegheit en svo neituðu drengirnir að fara og vildu frekar vera heima og leika við allar flottu gjafirnar sem B fékk í tilefni dagsins. Einnig skellti húsfrúin í eina flotta köku fyrir gaurinn sem slóg ansi vel í gegn. Kortfamilían þakkar fyrir prinsinn sem var ansi sáttur eða eins og hann sagði sjálfur, I love this, I love my birthday and my presents.
Drengirnir með pakkana í góðum fíling

10 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með prinsinn :)

Flott kaka.. mjög flott. Rosalega ertu flínk að baka Auja. Professional fyrir allan peninginn.

kv. Stokkseyrargengið

Ally said...

Til hammara með ammara Björn!
Við erum næstum jafn gömul en ég á samt rúman mánuð á þig.
Ekki gleyma því.

Fláráður said...

Já, til hamingju með Björninn!

B said...

Innilega til hamingju með drenginn.

Anonymous said...

Til hamingju með drenginn. Mér finnst hann hafa fæðst í gær... bið að heilsa honum.

Anonymous said...

P.s. Geggjuð kaka Auðbjörg. Ég á afmæli 7. maí. Verðurðu ekki á landinu þá til að baka handa mér?

Barbara Hafey. said...

Innilega til hamingju með peyjann!

Anders said...

Han er sgu blevet stor, men han begynder at ligne sin far mere og mere. Det tegner ikke godt !!! Men det kan i jo nå at få lavet om på før i kommer hjem til Klakann. cut cut ;-)

Anonymous said...

Vá hvað tíminn er fljótur að líða! Björn orðinn hálf-unglingur! Til lukku með peyjann!
Líst mjög vel á hvað USA hefur haft góð áhrif á bökunarleikni ykkar :)
kv. Ásthildur

Anonymous said...

Vá, já tíminn líður hratt maður, 5 ára kríli ,það er eins og það hafi verið í gær þegar við sátum nýbakaðar mæður á fundi í Héðins;) Til hamingju með Bjössa og verið nú í ullinni í guðs bænum, ég sver að ég mun aldrei aftur kvarta undan kulda.
Kveðja frá Rósu og co.

p.s. það hafa líka verið miklar pælingar um dauðan á þessum bæ, það fylgir greinilega 5.ára krílum.