Feb 15, 2008

Valentínusarstemning

Enn einn Valentínusardagurinn liðinn hjá Korturum, já þetta er uppáhaldsdagurinn okkar, vei vei. Gott að vera minnt á það einu sinni á ári að segja sínum nánustu að við elskum þá ennþá.. já það er ekkert öruggt í þessum fagra en falska heimi.

Það er með Valentínusardaginn hér í Ameríku eins og með flesta aðra merkilega daga, að fólk fer í búðir og verslar. Í þetta sinn voru það kort, nammi og eitthvað dót sem B-Kort fór með í leikskólann. Móðirin gat klúðrað Valentínusarkortunum hennar Ágústu Kort þannig að hún var eina barnið á unbarnadeildinni sem kom ekki með kort í tilefni dagsins, berum fyrir okkur 'cultural differences' þar eins og svo oft áður þegar það hentar. Við vonum þó að stúlka jafni sig á þessari fyrstu outcast upplifun sinni. Shit, það er heavý vinna að fylgja straumnum í dag. Annars er spenningur í Korturum fyrir komandi helgi, 5 ára helgi Björns Kort. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Svo er seinasta kuldakastið að ganga yfir þannig að það er ekki langt í smá hlýju hérna í USand A. We will keep you posted, over and out...

Litla Kort

7 comments:

Anonymous said...

Jii hvað hún er dásamlega sæt :)

kv. Stokkseyrargengið

Ally said...

Hún er orðin svo stór og það án þess að mar hafi nokkurn tíma fengið að knúsa hana.

Anonymous said...

Oh my god!!! Litla dúllan farin að sitja - ohh... það sem maður er búin að missa af hjá þessari litlu duglegu prinsessu!
Elsku bestu Kortarar - endilega póstið fleiri myndum af erfingjunum!!!
Kv. Ásthildur

Anonymous said...

Ungfrú litla kort er komin á skjáinn hjá mér. Það er ekkert annað að gera þegar við sjáumst svona sjaldan. kveðja frá næstum fyrrum háaleitisfjölskyldunni. (Hljómar frekar illa)

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Unknown said...

Hún er svo sæt, væri gaman að sjá fleiri myndir af litlu dömunni.

Kveðja Eva og Kári klári sem er farinn að standa upp alls staðar og ganga með.

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Björn Kort -