Sep 26, 2008
Meðalaldur
Það er ekki mikið vesen á þessum gest, þrátt fyrir smá óhóf í facebook-hangsi og sápuóperuáhorfi þá hefur gellan verið til friðs, enda vel upp alinn þrátt fyrir að vera utan að landi. Já, Kortarar sýna það enn og aftur að við erum vinir litla mannsins, það eru ekki allir sem myndu leyfa dreifurum að gista í kjallaranum góða....
Annars, eru allir spenntir hérna at 3834 Ewing Ave south í dag.... því enn og aftur mun verða töluverð hækkun á meðalaldri, vitum ekki með andlegheita stigahækkun, þegar fína Læknafrúinn úr Hlíðunum mætir á svæðið í aften, drekhlaðinn íslenskugóðgæti.... við vonum svo innilega að homeland security láti hana vera í þetta sinn.........
Sep 20, 2008
Fílaferðir
Sep 10, 2008
Haust-önn
Haustdagskráin er annars ansi spennandi.
Fyrir utan það að vera annaðhvort í vinnu eða námi, með TA stöðu og RA (research assistant) nýjasta viðbótin hjá frúnni, þá verður fullt annað í gangi.
23 september næstkomandi fáum við góðan gest. Kristín ofurhjúkka soon to be geðhjúkka hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni (heila 10 daga) í tilefni þess að kellan verður 30 ára. Þessi ferð er auðvitað vinnuferð á vegum LSH, þar sem K mun þreyta hin ýmsu próf til þess að geta hafið námi hérna at the U næsta haust. Já, Gilli er góður að recruta í geðið, enda veitir ekki af. Þessi ferð á eftir að vera skemmtileg, enda ekki annað hægt þegar skemmtilegt fólk er á ferð. Toppurinn á ferðinni verða þó Sigurrós tónleikarnir sem við eigum miða á hérna í Minneapolis 25 september. Vei, vei. Gæti þó verið að læknafrúin kíki með en óútskýranlegur ótti við geðhjúkkur er eitthvað að spilla fyrir.
Eftir það verður lagst aftur í lærdóm, eða þangað til fína verkfræðifrúin úr Garðabænum mætir á svæðið, til að stappa í okkur stálið bæði náms og starfslega séð. Enda frúin náms-og starfsráðgjafi af líf og sál. Ekki veitir okkur af hvatningunni.
Eftir það verður skólinn aftur massaður þangað til 12 nóv þegar frúin flýgur til St.Louis, Missouri á árlega ráðstefnu/fund ameríska afbrotafræðifélagsins, kella verður þar í góðum félagskap félgsfræðingsins gamla.
Næst er thanksgiving en þá leggur Kortfamilían land undir fót og flýgur til Miles og co í San Francisco CA. Það verður fjör að sjá þá skemmtilegu borg, fjöllin og sjóinn. Góð stemning þar.
Svo tekur við lokasprettur haustannar í 2-3 vikur og loks skella Kortarar sér til Florida, þar sem stór-familían, vallarsettið, kærustuparið ásamt börnum og jósi munu eyða tveimur afslappandi vikum yfir jól og áramót í góðum fíling við að worka tannið.
Já, þetta allt saman er styrkt af LÍN (not), en við þökkum þeim þó fyrir leikskólagjöldin hennar Gússý...
Ferðanefnd Kortfamilíunar....
Sep 5, 2008
Kindergarten
Annars gekk fyrsti dagurinn vel hjá kappanum, frúin var impressed yfir verkferlinu hjá skólanum, enda ekki vinsælt að klúðra málunum hér og týna börnum. Skólastarfsmenn eru vopnaðir talstöðvum og hvert barn vel merkt, minnir svolítið á réttir.