Sep 10, 2008

Haust-önn

Kortfamilían er öll að komast í rútínu, í skólanum og vinnunni. Það lítur út fyrir að þessi önn verði annasöm eins og fyrri annir. Já, já við hvílum okkur þegar við drepumst.

Haustdagskráin er annars ansi spennandi.

Fyrir utan það að vera annaðhvort í vinnu eða námi, með TA stöðu og RA (research assistant) nýjasta viðbótin hjá frúnni, þá verður fullt annað í gangi.

23 september næstkomandi fáum við góðan gest. Kristín ofurhjúkka soon to be geðhjúkka hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni (heila 10 daga) í tilefni þess að kellan verður 30 ára. Þessi ferð er auðvitað vinnuferð á vegum LSH, þar sem K mun þreyta hin ýmsu próf til þess að geta hafið námi hérna at the U næsta haust. Já, Gilli er góður að recruta í geðið, enda veitir ekki af. Þessi ferð á eftir að vera skemmtileg, enda ekki annað hægt þegar skemmtilegt fólk er á ferð. Toppurinn á ferðinni verða þó Sigurrós tónleikarnir sem við eigum miða á hérna í Minneapolis 25 september. Vei, vei. Gæti þó verið að læknafrúin kíki með en óútskýranlegur ótti við geðhjúkkur er eitthvað að spilla fyrir.

Eftir það verður lagst aftur í lærdóm, eða þangað til fína verkfræðifrúin úr Garðabænum mætir á svæðið, til að stappa í okkur stálið bæði náms og starfslega séð. Enda frúin náms-og starfsráðgjafi af líf og sál. Ekki veitir okkur af hvatningunni.

Eftir það verður skólinn aftur massaður þangað til 12 nóv þegar frúin flýgur til St.Louis, Missouri á árlega ráðstefnu/fund ameríska afbrotafræðifélagsins, kella verður þar í góðum félagskap félgsfræðingsins gamla.

Næst er thanksgiving en þá leggur Kortfamilían land undir fót og flýgur til Miles og co í San Francisco CA. Það verður fjör að sjá þá skemmtilegu borg, fjöllin og sjóinn. Góð stemning þar.

Svo tekur við lokasprettur haustannar í 2-3 vikur og loks skella Kortarar sér til Florida, þar sem stór-familían, vallarsettið, kærustuparið ásamt börnum og jósi munu eyða tveimur afslappandi vikum yfir jól og áramót í góðum fíling við að worka tannið.

Já, þetta allt saman er styrkt af LÍN (not), en við þökkum þeim þó fyrir leikskólagjöldin hennar Gússý...

Ferðanefnd Kortfamilíunar....

6 comments:

Anonymous said...

Vává þetta hljómar brjálæðislega skipulega vel! Og þessi ráðstefna 12. nóv - slef slef!!!!! Dísess hvað ég væri til í að vera með!
Það er frábært hvað þið eruð dugleg að nýta tímann vel þarna í henni Ameríku og ferðast og stökkva á tækifærin þegar þau gefast - enda eruð þið snillingar!
Ég er svo stolt í hjartanu!
Chao,
the Godmother úr fallega Firðinum!

Anonymous said...

Þetta er ekkert smáræði - þið sláið ekki slöku við í að lifa lífinu enda verrra að missa af þessu eina tækifæri sem maður hefur til þess. Tómas er að safna fyrir ferð til ykkar - hann á 6000 núna svo þetta er allt að koma.
Kveðja Ágústa

Anonymous said...

Nú liggur maður bara í heimsíðum ameríku búðana og lætur sig dreyma - dollarinn orðinn svo helvíti hár að það tekur því valla að taka með tvær töskur út....

Hvað heitir kennarinn hans Björns? Var að skoða myndirnar af kennurum gaman að sjá hver kennir birninum...

Kveðja úr húsinu í Garðabænum

Kort said...

Gellan heitir Sheri eitthvað.

Auðvitað kemur þú með tvær töskur, fólk úr garðabæ lætur háan dollara ekki stoppa sig þegar hægt er að gera góðan díl. Svo verður líka að hafa pláss fyrir íslenska lambið.

Ally said...

Já takk fyrir pistilinn um komu mína! Gaman að sjá að þið eruð að missa ykkur úr spenning yfir komu minni og búin að setja hreint utan um rúmin og svona.

Anonymous said...

Vá lýst vel á kellu - menntuð frá UM. Flott að setja svona inn á netið fyrir foreldra að sjá, hvernig er það ég sá ekki nafnið ykkar í sjálfboðaupptalningunni - gerði ráð fyrir að frúinn væri með hinum mömmunum að slúðra um nágrannann og brosa framan í heiminn!!
Hlakka til að sjá ykkur

Kveðja úr Garðabænum

p.s. lærið og hryggurinn verða með og kokteilsósan - var það ekki það nýjasta!!