Ágústa Kort a.k.a. litla kort, gússý kort, er eins og aðrir í Kortfamilíunni, alveg ótrúlega listræn. Óljóst er þó hvaðan gellan fékk danshæfileikana, en sú litla er mikil tónlistarunandi og finnst gaman að dansa með. Þið verðið að fyrirgefa myndbandið en frúin er ekki en búin að ná þessu með 90 gráðurnar. Það kemur þó.
Oct 28, 2008
Oct 20, 2008
Oct 9, 2008
Geð-sveiflur
Já, já við erum í góðum fíling. Gæti verið verra! Gætum til að mynda verið veik og fátæk, eða ósátt og fátæk. Já, nei, nei við erum bara hraust og fátæk, spurning samt hver skilgreiningin á því að vera fátækur sé í dag? Líklegast eru við þá ekki fátæk.
Annars hefur ástandi back at the old (maybe soon new) country haft áhrif á okkur hérna í Ameríku. Eftir að hafa hlustað á umfjöllun NPR (national public radio) um ástandi á Íslandi, verður mar nett blúsaður.
B-Kort kom með góða hugmynd þegar við vorum að reyna skýra út fyrir honum að bankarnir á Íslandi ættu enga peninga. Drengurinn var fljótur að draga þá ályktun að einhverjir þjófar hefðu stolið öllum peningnum og væru að reyna að flýja land. Hann hefur engar áhyggjur af þessu því hann hefur ofurtrú á víkingunum en samkvæmt honum þá eru þeir að leita af þessum þjófum sem þeir ætla svo að höggva í spað og með því ná aftur peningum bankanna. Í raun ekki svo vitlaus hugmynd!!!
Annars lýsir þessi frábæra setning Geða stemningunni hérna best. Mér er skapi næst að fara niðrí Landsbanka útibú og hálsbrjóta einhvern..... Stemning!!
Oct 1, 2008
Góðir gestir
Mikið er búið að vera í gangi hérna á Kortmansioninu seinustu daga, sérstaklega eftir að doktorsfrúin kíkti við. Að okkar mati er óendalega gaman að fá hana í heimsókn enda er hún óendalega skemmtileg og góð mannvera, hlýja, nærgætni eru orð sem koma uppí hugann þegar hugsað er til frú Allýar. Annars hafa þessir gestir verið til friðs ef undanskilið er smá væl útaf góðu gengi dollarsins undanfarna daga, en það er nú varla þeim að kenna eða hvað??? Í aften er stefnan að fara með kellur í indjána casino, smá viðleitni til að laga fjárhaginn hjá sumum. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.
sem náttulega voru bara geðveikt góðir.
Subscribe to:
Posts (Atom)