Oct 1, 2008

Góðir gestir

Mikið er búið að vera í gangi hérna á Kortmansioninu seinustu daga, sérstaklega eftir að doktorsfrúin kíkti við. Að okkar mati er óendalega gaman að fá hana í heimsókn enda er hún óendalega skemmtileg og góð mannvera, hlýja, nærgætni eru orð sem koma uppí hugann þegar hugsað er til frú Allýar. Annars hafa þessir gestir verið til friðs ef undanskilið er smá væl útaf góðu gengi dollarsins undanfarna daga, en það er nú varla þeim að kenna eða hvað??? Í aften er stefnan að fara með kellur í indjána casino, smá viðleitni til að laga fjárhaginn hjá sumum. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.
Geð-hjúkkur í góðum fíling á leiðinni á Sigurrós tónleika,
sem náttulega voru bara geðveikt góðir.


Heiðursgesturinn óendalegi Doktorinn hressi

6 comments:

Anonymous said...

Shit hvað Kristín er hress á myndinni. Vá hvað ég væri til í að vera þarna úti með ykkur núna. Ég myndi flippa allan daginn.

Maggav.

Ally said...

Ég er nú líka þokkaleg hress á minni mynd enda í skemmtilegustu lestarferð sem ég hef farið í með skemmtilegasta fólki ever. Hann Gísli er bara alveg meiriháttar náungi, MEIRIHÁTTAR.

B said...

Vá hvað þið eruð sætar í útlöndum. Ég vildi líka óska að ég væri með ykkur - ég myndi raka inn milljónum dollara í texas hold´em.

B said...

Auðvitað er Gísli meiriháttar náungi - hann er hjúkka og giftur Auju. Þessi blanda gerir alla menn meiriháttar.

Anonymous said...

Komin heim og búin að leggja mig. Nýja kerfið hjá Icelandair gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið á leiðinni. Úrvalið var bara svo mikið.....

Takk fyrir mig kæra fólk. Knús og kossar á Björn og Gússí. ´

ps. Þór er alveg til í að kíkja á þetta Minneapolis kids.

Ally said...

Ekki gleyma lyktinni Kristín;)

Takk sömuleiðis fyrir mig. Doddi er einstaklega sáttur við árangurinn, altso þrítugsafmælisgjöfina, hlaupaárangurinn og það að ég kom eigi slypp og snauð úr Casino.

Það er nú allt í lagi að taka það fram Auja hver kom út í plús úr þessu Casino...