Oct 9, 2008

Geð-sveiflur

Já, já við erum í góðum fíling. Gæti verið verra! Gætum til að mynda verið veik og fátæk, eða ósátt og fátæk. Já, nei, nei við erum bara hraust og fátæk, spurning samt hver skilgreiningin á því að vera fátækur sé í dag? Líklegast eru við þá ekki fátæk.

Annars hefur ástandi back at the old (maybe soon new) country haft áhrif á okkur hérna í Ameríku. Eftir að hafa hlustað á umfjöllun NPR (national public radio) um ástandi á Íslandi, verður mar nett blúsaður.

B-Kort kom með góða hugmynd þegar við vorum að reyna skýra út fyrir honum að bankarnir á Íslandi ættu enga peninga. Drengurinn var fljótur að draga þá ályktun að einhverjir þjófar hefðu stolið öllum peningnum og væru að reyna að flýja land. Hann hefur engar áhyggjur af þessu því hann hefur ofurtrú á víkingunum en samkvæmt honum þá eru þeir að leita af þessum þjófum sem þeir ætla svo að höggva í spað og með því ná aftur peningum bankanna. Í raun ekki svo vitlaus hugmynd!!!


Annars lýsir þessi frábæra setning Geða stemningunni hérna best. Mér er skapi næst að fara niðrí Landsbanka útibú og hálsbrjóta einhvern..... Stemning!!

8 comments:

Anonymous said...

Heppin var ég að eiga fulla tösku af dollurum til að flytja út til ykkar....

Anonymous said...

Já þetta er rosaleg stemmnig hér á þessu skeri, en þig eruð vonandi ánægð með lambið og e.finnson það klikkar ekki.

B kort hefur nú rétt fyrir sér, finna þessa ræningja og ....

Anders said...

det sjoveste er at høre danskerne let glæde sig over at Island ikke kan købe hele Danmark alligevel. Janteloven i fuld blus.

Anonymous said...

Mér finnst að þið eigið að banna þessum dana að skrifa á síðuna - og marsera síðan í bankann með alvæpni!

Anonymous said...

Kæru Kortara - höldum fast í gleðina! KOMMASSO!
kv. Ásthildur - með sól í hjarta!

Anonymous said...

hvað er að þessari ásthildi - veit hún ekki að allt er að fara til andskotans!!!

Anonymous said...

Engar geðsveiflur hér.
Bara stóísk ró.

Anonymous said...

Ég er bara ekki vön því að fólk sé jafn duglegt og ég að blogga...:)
er greinilega ekkert að standa mig í að fylgjast með...:)
Þó að það sé ástand á klakanum og ræningjarnir ófundnir þá tekur mar þessu með jafnaðargeði og þakkar fyrir það sem aldrei fyrr að eiga ekki neitt...;) Gaman að lesa bloggið þitt elsku vinkona... fer að líða að símtali bráðum...:)

Knús og kærleikur af klakanum...

Rósin...

...þenkjandi húsmóðir...;)