Nov 4, 2008

Nýtt upphaf?

Það er stór dagur hérna í US and A. Kosningadagurinn mikli loks runninn upp. Þegar Kortarar skutluðust með B-Kort í skólann í morgun voru langar raðir af kjósendum sýnilegar við skóla og aðrar stofnarnir. Vonandi fer þetta vel.

Kortarar eru að sjálfsögðu Barack Obama (bara flottast þegar B-Kort segir nafnið með Minnesotahreimnum) fólk. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig, forsetakosningarnar hafa mikið verið til umræðu hérna og B-Kort hefur fylgst vel með, sjálfviljugur eða ekki. Ófáir útvarpsþættir á NPR hafa fjallað um málið. Þannig ákvað drengurinn að halda með Hillary en ekki Obama. Svo þegar ljóst var að Obama færi áfram, þá var kappinn ekki ánægður og fór þá að styða John Mccain, náði það hámarki þegar drengurinn vildi fá Mccain-Palin skilti í garðinn.

Þessi mikli áhugi BK á gamla manninum var ansi áhugaverður þar sem engin, svo við vitum, í kringum okkur er Mccain-ari. Samkvæmt B-Kort studdi hann Mccain því eins og hann orðaði það sjálfur, "hann er með sama húðlit og ég svona "pink" ". Já, há mikið erum við alltaf þakklát fyrir að hafa farið til Minnesota en ekki Texas. Eftir að hafa margoft skýrt út fyrir drengnum að húðlitur hefði ekkert að segja, heldur væri það karakterinn sem skipti öllu máli. Tóks loks að snúa þessum harða Mccainstuðningmanni yfir í Obamamann, aldur Mccain hafði þar mesta vægi, enda á flest gamalt fólk ekki mikinn tíma eftir samkvæmt B. Nú eru því allir at the Kort mansion Obamarar... Vei vei.

B.K hefur líka tekið þá ákvörðun að hann vilji aldrei fara í hvíta húsið því þar þarf mar að vera í fínum fötum og það er fátt eins leiðinlegt að hans mati.

Kortarar vona því að á morgun þegar við vöknum verðið nýr og bjartur dagur hérna í landi hina frjálsu þar sem tækifærin eru við hvert horn. Til þess að draga úr mestu spennunni í kveld ætla hjónin að skella sér á tónleika með Minnesota gaurnum Bob Dylan. En þessi skólabróðir okkar hjóna (gæinn var í the U, fyrir mange ar siden) verður með tónleika niðrá campus í aften. Já það borgaði sig að standa 5 tíma í miðaröð í september (þakkað þér enn og aftur fyrir samveruna þar Kristín)....

6 comments:

Anonymous said...

B-Kort er frábær! Get ekki beðið eftir að heyra í Minnesota-hreimnum hans :)
Góða skemmtun á Dylan!
kv. Ásthildur

Anonymous said...

Til hamingju með nýja forsetann - hann er mjög sætur. Var það ekki annars það sem skipti máli?

Anonymous said...

Hvernig var á Dylan? Maður þarf details eftir fimm tíma í röð...

Til hamingju með afmælið kæri Gísli. Næsta afmælisdag skal ég koma og passa fyrir þig....

Ally said...

Til hamingju með afmælið Gísli. Hlýtur að vera rosaleg upplifun að verða þrítugur.
Á að fara á Brazilian Steikhouse?

Anonymous said...

Gott að þið eruð búin að fá nýjan forseta,Ég er mjög ánægð með það. En elsku Gísli hjartanlega til hamingju með daginn. Nú ert þú sannarlega kominn í fulloðinna manna tölu, hafið þið það sem best,
mamma

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Gísli, njóttu dagsins og ellinnar sem honum fylgir, en mundu; það er betra að vera kominn yfir hjallann en að vera grafinn undir honum.
kv, Gunnar bró