Nov 30, 2008

Kalifornía

Það er góð stemmning hérna í Kaliforníu hjá Korturum. Eitthvað hefur heilsan þó verið að stríða okkur aftur. Á thanksgiving dag fórum við á fancy veitingastað þar sem B-Kort gerði sér lítið fyrir og ældi eins og hestur. Á black friday skellti fullorðna fólkið sér í movie tour-ið sem var ansi flott, sáum marga flotta og í einhverjum tilvikum kunnulega staði hérna í San Francisco. Fílum sérstaklega vel brekkurnar hér í borg.

Staðan í dag er að allir í hópnum sem bera Y-litning hafa orðið veikinni að bráð. Spurning hvort um sé að ræða karllæg pest eða hvað? Þeir eru þó allir að jafna sig, í raun er þetta frekar væg ælupest svona miða við ælupestir...
Nú er bara að vona að allir verðir hressir á morgun til að komast í Alcatraz fangelsi.

Skelltum okkur þó út í dag og fórum meðal annars upp í twin peaks en þar er ansi gott útsýni yfir borgina, bara flott. Gússý var í góðum fíling þar.

5 comments:

Anonymous said...

Það er nú naumast hvað þið eruð óheppinn hvað varðar veikindi - vonandi eru þó karlarnir að hressast!
Það var eldaður kalkúnn hér í gær og gömlu settunum boðið í mat að vanda - kalkúnninn klikaði ekki frekar en fyrri daginn.

p.s. vá hvað Ágústa er lík Birni á þessari mynd

Kveðja úr Garðabænum

Anonymous said...

Hestar geta ekki ælt, krakkar. Þetta eigið þið að vita...

Anonymous said...

Mikið er hún nafna mín falleg stúlka - það býr einhver viska í andliti hennar sem ég vildi gjarna búa yfir. Vonandi batnar strákunum - vonum bara að þetta endi ekki á því að þeir fái kindabólu í augað!!!

Anonymous said...

Gaman að vita af ykkur í sól og sumar il.Vonandi eru allir ornir frískir nú. Flott mynd af Ágústu. Mikið þroskast hún hratt þessa dagana.
Kveðja amma

Fláráður said...

Hér æla Y-litningar ykkur til samlætis - skál!