Jan 18, 2009

Góður fílingur

Ný og góð vika er að hefjast hérna í landi hina glöðu og frjálsu, þessi vika fer niður í sögubækurnar það er alveg á hreinu, nú fara hlutirnir að gerast. Kortarar ásamt ógeðslega mörgum öðrum bíða spennt eftir þriðjudeginum, þegar Obama og co taka málin í sínar hendur. Það getur ekki klikkað.

Vorönn háskólans byrjar líka formlega í þessari viku og þá fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru. Reynslan hefur sýnt okkur það að besta er að hafa sem mesta að gera á vorönnum til að aftra því að heilinn frjósi. Þessi vorönn er því þéttskipuð kúrsum, rannsóknarvinnu og internshipi. Internshipið er hluti af náminu og felst í því að frúin sér um inngangsnámskeið í tölfræði hérna við skólann, gellan er skráð fyrir námskeiðinu sem instructor og sér því um kennsluna og allt hitt stuffið, sem þýðir cool reynsla og hærri laun.

Annars var köldustu viku vetrarins að ljúka en kuldinn fór niður í -31 til -35 celsíus. Svalt það. Kortarar fagna því að sjálfsögðu að þessi vika sé liðin, þó von sé á nokkrum kuldaskeiðum í viðbót. Vonum að það fari að hlýna eftir 6-8 vikur, fram að því verður bara unnið og lært eins og mar eigi lífið að leysa.

3 comments:

Anonymous said...

Já allur heimurinn bíður eftir Obama - ætli hann geti ekki hjálpað okkur hér í kreppulandi líka? Vona annars að þið eigið góðar úlpur - ekkert er betra við kulda en góð úlpa.

Anders said...

Har i ikke 3000 tv kanaler...Så er kulden ikke noget problem.

Anonymous said...

Svona kalt...hmmm fær mann til að hugsa...ætli umsóknarfresturinn í Flórída sé runninn út...