Börnin öll eru í góðum gír, drengirnir fíla skólann vel. Jákvæðisprógrammið sem B-Kort hefur verið í seinustu mánuði/ár er loks farið að skila árangri, við erum ánægð með það. Litla Gússí er farinn að tala meira og meira helst segir hún setningar á ensku eins og I dont know, við reynum öll 6 stykkin að halda að henni íslensku en gellan er auðvitað kaninn í hópunum þannig að við sjáum hvað setur.
Planið hjá flestum hérna er að chilla um Thanksgiving, horfa á football og Macys skrúðgönguna og elda heavy stóran Turkey, meðalkaloríu fjöldi sem fólk innbirðir þennan dag í USA er víst um 7000. Við erum svo mikið meðal þannig að markið hjá flestum er sett á 7000 kaloríunar á morgun, það ætti ekki að vera erfitt hérna í landi tækifæranna.
Svo ætla geðhjúkkurnar og Frúin að vakna snemma (eða sofa ekki neitt) því Black Friday hefst um 5 am og þar eru víst afslættir sem hægt er að deyja fyrir. Bo mun liggja heima á meltunni þar sem hann stefnir í 2x7000 kaloríur. Á laugardaginn verður svo farið til Eygló og Gus í Wisconsin og bakað smákökur.
Í næstu viku er svo von á gestum en foreldrar Kris Geð koma í heimsókn hérna at the Kort Mansion og taka út place-ið
Over and Out
1 comment:
Til hamingju með daginn kæru ameríku búar!
Það er búið að kaupa kalkún á þessu heimili (fannst í þriðju búðinni) - hann verður eldaður á laugardaginn eins og ávalt - okkur hlakkar mikið til
Verði ykkur að góðu
Bestu kveðjur úr Garðabænum
Post a Comment