Jun 28, 2007

Kúkahúmor og barnastúss

Um daginn skelltu Kortarar sér á Big brother námskeið á vegum spítalans. Námskeið þetta var hið sniðugast en það var hugsað fyrir 3 til 6 ára gömul systkyni. B Kort fílaði þetta í botn og hafi sjálfur mikið til málanna að leggja þegar kom að umræðum í sambandi við litla barnið. Skemmtilegast þótti gæanum þó að fá að skipta á bleyju og var hann mjög upptekinn af því að lítil börn kúki mikið. B Kort er því orðin ansi spenntur og ágætilega undirbúin fyrir að eignast litla systur, segist verða happy þegar litla baby mætir loksins á svæðið.
Samkvæmt útreikningum sónars ætti daman að vera væntanleg á næstu 2-3 vikum, við vonum það svo innilega að ekki þurfi að reka á eftir þessum Kortmeðlim. Fyrst stefnum við þó á að flytja næsta sunnudag og að frúin klári sumarkúrsinn sem hún er í 6 júlí. Eftir það má allt gerast, sterkir hríðarstraumar óskast því eftir 6 júlí.
Nefndin

9 comments:

Anonymous said...

ég hlakka virkilega til að sjá Björn skipta á kúkableiju - þið verðið að senda það út beint.
Gangi ykkur vel að flytja og ég ítreka boðið um að koma út og þrífa fyrir ykkur - en þá verðið þið að sjálfsögðu að greiða flugfarið

Fláráður said...

Systkynanámskeið hljómar fáránlega vel - Segið okkur/mér meira um hvað var boðið uppá.

Anonymous said...

Sendi sterka en sársaukalausa hríða strauma eftir 6. júlí! Gangi ykkur vel að flytja á sunnudaginn - það er hálf skrítið að vera hérna megin á hnettinum og ekki vera að rétta ykkur hjálparhönd - ég veit að manninum mínum sem er einnig annarsstaðar á hnettinum er sama sinnis.

Kort said...

Já, það er rétt Unnur þetta verður í fyrsta sinn sem Kortarar flytja án ykkar hjálpar. Við vonum svo sannarlega að við klúðrum þessu ekki í þetta sinn.

Þórður, námskeiði var einfalt og einstaklega sniðugt. G-Korti hefur fengið það verkefni að senda þér nánari lýsingar.

Anonymous said...

Björn er langflottastur!

Mikið ofboðslega hlakkar okkur til að sjá ykkur öll - skrýtið að sjá frúnna ekki með kúluna! Hmm... sem minnir mig á eitt - hvar eru bumbumyndirnar!

Anonymous said...

Heyrðu, þessi Þórður er nú ekki einn um það að hafa áhuga á þessu systkina námskeiði. Ég er búin að vera hugsa stanslaust um það núna síðan ég las færsluna. Non-stop!

Annars gangi ykkur vel þegar kemur að þessum herlegheitum.

B said...

Já, ferlega er þetta systkinanámskeið spennandi! Segið okkur endilega meira.

Bergþóra

Anonymous said...

já hvernig er þetta með bumbumyndirnar?? ég mundi senda þér bumbumyndir en bumban er farin:) lítil dama kom í heimin 28júní og var hún 16merkur og 53cm:) hún er náttúrulega eins og við var að búast fullkomin:) kv.stina, hrólfur og co:)

Barbara Hafey. said...

Ekki nema 2-3 vikur í stúlkubarnið! Ég sé að ég þarf að fara að spýta í lófana og vinna í bleikum kortamálum! Sniðugt þetta systkinanámskeið! Ekkert svol. í boði hér á klakanum! svo hér var bara keypt 1. stk babyborn dúkka slatti af babyborn bleyjum og mini útgáfa af bastvöggunni, eins og mamman fékk fyrir sitt barn ;) Virkaði svona líka glimrandi vel...En hitt hljómar þó meira "profesional" :D Vona að flutningarnir hafi gengið vel!