Apr 30, 2007

Lokasprettur

Lítið nýtt að gerast hérna í kanaríki. Kortfamilían nýtur þessa dagana góða veðursins og hefur það gott. Önnin er að klárast og því verkefnaskil og annað stuff sem fylgir. Frúin klárar eftir viku og fer þá í eins mánaðarfrí. Vinnusama Geðið á sirka tvær vikur eftir af þessari önn. Planið fyrir Kortara í sumar er sumarkúrsar hjá hjónunum og hjúkkudjob fyrir Geðið, það er þó ekki alveg komið á hreint hvar kappinn verður að vinna eða hversu mikið. B-Kort verður áfram
í leikskólanum en við bætist fótboltanámskeið fyrir tappann. Í júlí eru svo flutningar í nýju höllina þar sem allir verða æðinslega hamingjusamir. Í lok júlí bætist svo nýja Kort daman við og B verður stóri bróðir. Í júlílok og ágúst verður chilltími og gestatími, eigum von á slatta af gestum á þessum tíma m.a til að skoða nýjasta Kortmeðliminn. Við erum svo hamingjusöm að við erum að deyja.......:)

7 comments:

Anonymous said...

æði,æði. Gott og gaman að allt gangi vel. Hérna meginn á hnettinum er sumarið alveg við að að detta inn og í kjölfarið lítill gutti, verð vonandi með frekari fréttir næst.
Kv

Anonymous said...

Það er greinilega eintóm hamingja í US and A :)

Ég varð virkilega hamingjusöm með að lesa þessa litlu lesningu frá frúnni! Go girl.........

ps. líst vel á að prinsinn fari á soccer-practice - um að gera að venja kappann við FH!!!!!!!!!!

Anonymous said...

Hvað er FH? Er það einhver sjúkdómur?

Kort said...

Hlökkum til að sjá gaurinn. Það verður gaman að sjá hvernig boltinn leggst í tappann. Á samt ekki von á því að vinir okkar í vestubænum séu eitthvað að fíla FH sjúkdómin

Anonymous said...

elsku Bjössi :-) þessi broskall heitir stefán. Bjössi þú ert besti vinur í heimi. Og þú mátt alltaf alltaf koma heim til mín.

Anonymous said...

ég vitna bara í ódauðleg orð sameiginlegar vinar, "Þetta er algjör viðbjóður".

Kveðja frá fjölskyldunni á Seljaveginum...

Anonymous said...

Áfram FH

Tók ansi ansi mörg ár að skilja hvað er að gerast í boltaleik sem börn jafnt sem fullorðnir leika sér í. Það besta við það að ég er að "digga" handboltann!

Áfram FH!!!!!!!