Apr 19, 2007

Skerí ástand

Fengum tilkynningu í dag á háskólapóstinum þar sem sagt var frá því að sjö byggingar á campus hefðu verið rýmdar vegna sprengjuhótanna. Kortfrúin þurfti að fara í tíma um þetta leyti í byggingu sem ekki var rýmd en stemningin á háskólasvæðinu var spes, lögreglubílar og fréttamenn útum allt. Mörgum aðalgönguleiðunum var meðal annars lokað með lögregluborðum og vopnuðum vörðum. Það var frekar skerí stemmning að sjá og upplifa þetta allt saman, ekki alveg það sem mar er vanur frá HÍ. En þetta er víst það sem fylgir því að búa í US and A.
Annars eru Kortararnir sáttir og glaðir í dag komu góðir gestir, amma pönk, trúaða guðmóðirin og framsóknardragið eru mætt á svæðið. Næstu dagar fara því í chill og peningaeyðslu. Kortfamilían bíður enn eftir kreditkortinu sem væntanlegt er í pósti og því höfum við ekki tekið ákvörðun um hvað á að kaupa. Innbyggður ísskápur er meðal þess sem Kortararvinir hafa stungið uppá. Við virðum þessa hugmynd en erum samt ekki alveg að kaupa þetta--- Tilhvers þurfum við innbyggðann ísskáp í mekka take-out matar???

1 comment:

Anonymous said...

Ísskápin þarf fyrir afganga. og svo þegar þið flytjið þá geymir ísskápurinn minningar um liðna take-out staði. Og spurningin ,,lokaði þessi staður ekki fyrir fjórum árum" er borin fram um leið og óþekkjanlegar leifar eru dregnar fram í dagsljósið.