Apr 15, 2007

Gleðifréttir

Vei vei, húsið er okkar. Fengum að vita það formlega í dag að við hefðum verið samþykkt. Kortfamilían stefnir því á flutninga 1 júlí. Ef núverandi leigusalinn nær að leiga okkar íbúð út 1 júní þá flytjum við þá en annars er 1 júlí dagsetning. Kortarar eru mjög sáttir. Það á eftir að fara vel um okkur þarna og sérstaklega gestina þar sem þeir fá nú sérherbergi, þrjú klósett til að deila með Korturum og göngufæri við mall og Target. Já, gæti ekki verið betra og nú þurfum við ekki að spá meira í húsnæðismálum í bili. Leigusamningurinn gildir í 1 ár og svo sjáum við til.
Önnur gleðitíðindi eru að Korthjónin eru loksins eftir vesen og meira vesen búin að fá kreditkort hérna í the states. Málið er að hérna miða allir allt útfrá credit history og mar þarf kreditkort til að sýna fram á reglulegar greiðslur og góða sögu þar. Því neyðast Kortarar með nýja kortið í vasanum til þess að kaupa eitthvað á raðgreiðslum til þess að geta sýnt fram á að okkur sé treystandi og að séum ekki í vanskilum. Frekar skondið þar sem Kortfamilían hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum áður. En nú er það s.s. eitthvað sem við neyðumst til að gera. Það ætti svo sem að vera hægt að finna eitthvað gangslaust stöff hérna í mekka kapítalismanns. Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndir endilega láta það flakka. Kortarar eru þó komnir með nokkrar tillögur, til að mynda vill frúin rainbow ryksugu, B-Kort vill lítinn bróður og Geðið vil frið á jörðu... Hvað skal það þá vera????

14 comments:

Fláráður said...

Til hamó með nýju höllina. Getiði ekki bara keypt þjónustufólk á visa-rað?

Anonymous said...

til lukku - við mælum með fegrunaraðgerð.
læraminnkun fyrir geðkortið til dæmis eða að þið spælsið í fitusog fyrir ömmu pönk á meðan hún er hjá ykkur.
Treysti mér ekki til að stinga upp á neinu fyrir frúna þar sem ég þarf á þjónustu hennar að halda næstu vikuna og mr B er náttúrulega fullkominn eins og hann er.

Anonymous said...

Ég sting upp á walk-in ísskáp
http://www.kolpak.com/products/rseries.asp

Kær kveðja,
Hulda

Anonymous said...

Hér er ein tillaga! Þið skuluð fjárfesta í tveim kvikyndum af Rainbow ryksugum - ég meina ein á hverja hæð!!!!

Anonymous said...

Hetjan treystir Aujaranum alveg til að finna eitthvað gjörsamlega useless drasl á ebay!

Anonymous said...

ég mæli með að kaupa Kameru á visa rað eitthvað sem gaman væri að eiga út af litlum korturum

Anonymous said...

Mér finnst mín hugmynd best.. og Biggi er sammála mér

Anonymous said...

Já, ég var komin með nokkrar hugmyndir. Þegar ég svo las hugmyndina hennar Huldu hætti ég við að segja ykkur frá þeim. Þið bara kaupið þennan ísskáp.

Þegar ég hugsa það þá finnst mér reyndar fáránlegt að þið eigið ekki núþegar svona ísskáp. En þið áttuð ekki kort, samt eruð þið kort (biðst afsökunar á lélegum húmor, gat ekki styllt mig um þetta).

Anonymous said...

Gaman að finna hvað það er auðvelt að googl-a einhvern...vissi ekki af síðunni ykkar en þetta fannst ofboðslega fljótt.
Ég styð annars frið á jörðu, víst bara hægt að fá það með raðgreiðslum þar sem að það er ekkert að fara gerast á næstunni. Gerist víst bara í skömmtum...eins og gamli sponsorinn minn var vanur að segja um brestina mína: ,,Þetta rjátlast smám saman af þér Gulli minn ef þú heldur áfram að gera þetta..."
En ef þið eigið það ekki þá er það að sjálfsögðu flatskjár, dvd og heimabíó! Ef maður þekkir ykkur þá eigið þið ekki eftir að nota það mikið en þið "fittið" ekki inn í menninguna þarna án þess að eiga eitthvað svoleiðis.
Svo eitthvað meira í ykkar stíl væru ný reiðhjól, hjálmar eða bara eitthvað crasy útivistarstuff.
Nothing but love...vona að þið finnið eitthvað sniðugt.

Anonymous said...

ég held að það sé hægt að fá svona ryksugu sem er alveg "auto", þ.e.a.s, maður kveikir bara á hana, oglætur hana rúlla, og svo er að sjálfsögðu alltaf hægt að fá sér bara sjálfvirkann píputroðara !

Anonymous said...

Hvernig væri að kaupa ferð heim á visa-rað. Auja gæti komið í rokkklúbb, við tvær svo farið í kaffi með krakkana. Við Gísli gætum lesið nýja hjúkkunemablaðið saman og rætt hjúkrunarstörf. Já, þetta er eina hugmyndin sem kemur til greina.

http://www.icelandair.com

ykkar Bergþóra

Unknown said...

Get ekki séð betur en að húsið komi með tvöföldum bílskúr. Ég held að það liggi í augum uppi að það eina sem kemur til greina að kaupa er annar bíll! Það væri allavega afsökun til að koma í heimsókn ;-)

Anders said...

Folk er virkelig men mange gode ideer, jeg synes i skal købe en flybillet til Fruen og mig så vi kan komme og se det nye hjem. Med det nye walk in isskab selvfølgelig...

Anonymous said...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. semi dresses China iphone Louboutin Shoes Pigalle Christian Louboutin. Taffeta Wedding Dresses