May 25, 2007

Batahelgi

Korthjónin skrifuðu undir húsaleigusamninginn í gær, þar með er það skjalfest. Liðið flytur í vestur Minneapolis 1 júlí þar sem fína fólkið býr við vötnin. Heyrðum það um daginn að hverfið okkar í dag er þekkt undir nafninu little Mogadishu . Bara gaman af því! Við erum geðveikt spennt fyrir flutningunum. Þangað til chillum við bara hérna með Sómalíuliðinu og njótum þess að vera í göngufæri við bæði campusinn og Fairview sjúkrahúsið (þar sem frúin er í mæðravernd).
Í kvöld er stefnan tekin á stóra samkomu sem er árleg hérna í Minneapolis og kallast Gopher State Roundup. Það verður sérstaklega gaman að hlusta á hin íslenskuættaða Karl M, Íslandsvin með meiru. Já, þó svo Kortarar sjái fram á betri búsetu í samfélagi við bæði milli og efristéttir. Þá höfum við ekki gleymt fortíðinni dimmu og sækjum því áðurnefndar samkundur með bros á vör. Peace

1 comment:

Anonymous said...

Mér hlýnar um hjartarætur yfir velvilja ykkar til litla mannsins í USandA :)
Þið eruð einstök.