May 13, 2007

Syndir feðranna

Það er ekki hægt að segja að maður komi heill út úr þessu. B Kort er sonur foreldra sinna og mun líklegast alltaf bera þess skýr merki, góð eða slæm. Korthjónin reyna eftir mætti að halda drengnum í plús, gengur vel að okkar eigin mati. Augljóst er að drengurinn sé alin upp af meðlimum samtaka atvinnulífsins. Fyrir honum er stóra bókin, góða bókin, fólk fer á fundi og talar við guð. Eðlilega hefur þetta áhrif. Um daginn heyrðist í gaurnum þar sem hann var í miðjum playmo-víkingaleik (að ráðast á og drepa munka eins og víkinga er siður), þá segir víkingahöfðinginn Hey, víkingar ég ætla aðeins að hvíla mig og fara á fund!

6 comments:

Anders said...

LOL alt for sjovt, men pas nu på at barnet ikke bliver freak !!! altså mere end jer to !!!!

Anonymous said...

Mr.B rokkar feitt!

Unknown said...

Já litli Björn er í góðum málum, ekki spurning, algjör höfðingi með allt á hreinu.. annars biðjum við Kári kærlega að heilsa ( hann er algjört gull), sendi myndir fljótlega.

Kveðja E og K

Unknown said...

Hresst barn, orginal.
En aldrei heyrt Gísla segjast hvíla sig með því að fara á fund.

Finnbogi

Anonymous said...

he he góður!!

Anonymous said...

get ekki staðið upp,,,,

of fyndið.......

hahahahahahahahahah