May 5, 2007

Social life

Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt... er eitt af mottóum Kortarfamilíunar, nema þá Karókí og fyllerí (en það er svo sem ekkert nýtt). Við höfum nú kynnst skemmtilegum sið sem viðhafður er í skólanum okkar hérna úti. Í annarlok er venja að einn kennari úr deildinni bjóði nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum heim til sín í potluck, svona til að fólk hittist og eigi saman góða stund. Kortfamilían hefur því seinustu tvo daga farið í svona samkundur og skemmt sér vel. Við vorum þó ekki viss hvort þessi partý væri barnavæn. Þar sem við erum óvön þessu og reynsla okkar úr fyrra námi hefur verið á þá leið að flest teiti eða aðrar samkundur sem boðið hefur verið til í því sambandi hafa vægast sagt ekki verið barnvæn, meira svona Bifröstarfílingur í gangi þar (sem er ekki alveg okkar hugmynd um fjör, allavegna seinustu ár). Þessi potluck byrjuðu öll snemma eða um 16 eða 18 leytið þannig að fólk gæti verið komið heim til sína tímanlega um kveldið. Þetta er eitt af þeim mörgu smáatriðum sem við höfum rekið okkur á hérna í kanaríki sem eru ansi fjölskylduvæn.
Annars er sumarið komið og hitinn eftir því, minnesotabúar kalla þetta þó vorið, að okkar mati þá er þetta alveg nógu heitt og fínt enda eru Kortarar ansi cool á því (Við erum samt ekki ÁSTlaus). Afleiðingar þessa góða veðurs er kvef og önnur drulla sem fylgir því að sofa með viftuna á fullu. Vei, vei alltaf gaman að styrkja ónæmiskerfið....

1 comment:

Ally said...

Nei það er svo sannarlega rétt hjá ykkur Kortarar. Þið eruð sko ekki ástlaus heldur ástrík. Ó hve mikil er gæfa fólks í hjónabandi.