Nov 19, 2007

Andríki eða annríki

Það hefur verið nóg að gera hjá Korturum seinustu daga og vikur. Skólinn hefur þar spilað stóra rullu eins hefur félagslíf familíunar verið öflugt. Matarboð, hittingur, bíóferðir, playdate og annað eins hefur verið á dagskrá hjá Korturum seinustu helgar. Nú fer að róast um í skólanum hjá hjónunum enda ekki mikið eftir af þessari önn rétt um 4 vikur. Við sjáum fram á að ná að klára þessa lotu og það er mikil léttir, erum einstaklega ánægð með okkur sérstaklega í ljósi þess að frúin var bæði í vinnu og námi og Geði í verknámi og námi með litlu Ágústu heima. Ágústan á sinn hlut í því hversu vel hefur gengið þar sem stúlkan er þvílíkur engill, eins og móðirin, heyrist ekki í henni nema þegar sinna þarf grunnþörfum.
Á fimmtudaginn kemur er thanksgiving og búið er að bjóða familíunni í thanksgiving dinner ala amerika. Við erum spennt. Í þetta sinn verðum við heima yfir þakkargjörðarhátíðina en hver veit hvað gerist í næstu fríum. Við erum allavegna búin að plana 2 daga ferð til Chicago á slóðir ER um jólin. Þar verður Kortfamilían í öllu sínu veldi því týndi sauðurinn, eða svarti sauðurinn ala DREAM, a.k.a Jósi dancer er væntanlegur til okkar 20 desember. Þannig að þið sem ætlið að gleðja okkur með einhverju stuffi hérna í Bushlandi frá the old country (til dæmis ómótstæðilegu læknisfrúar sörurnar) þá um að gera að loda því á kappann áður en hann kemur með jólin til okkar.

6 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að þið virðist ætla að koma vel undan þessari önn. Við vissum svo sem að þið færuð ekkert á límingunum þó að það væri mikið að gera. Síðan er hér áskorun frá mr. T: Björn á að flytja til Íslands!!!

Anonymous said...

Alltaf gott að heyra svona gleðifréttir frá ykkur elskurnar mínar! Þið eruð svo að taka þetta af þvílíku kappi og dugnaði að maður fyllist aðdáun og stolti! Þið eruð snillingar!

Ally said...

Læknisfrúin skorast ekki undan þessari áskorun enda veit hún að engin verða jólin ef engar eru sörurnar.
Svo hlakkar hún mikið til að baka í nýja eldhúsinu;)

Anonymous said...

Mikið er ég glöð að heyra að þessu mikla álagi sem hefur verið á ykkur er að verða lokið, yfirleitt er það talið nægjanlegt verkefni að taka á móti nýju barni en ykkur er ekki fisjað saman, sannkallaðar hetjur.

Anonymous said...

Mikið er ég glöð að heyra að þessu mikla álagi sem hefur verið á ykkur er að verða lokið, yfirleitt er það talið nægjanlegt verkefni að taka á móti nýju barni en ykkur er ekki fisjað saman, sannkallaðar hetjur.

B said...

Allý, þér er líka guðvelkomið að senda sörurnar til mín og ég skal reyna að koma þeim áleiðis til Ameríku.

Ég er enn svekkt eftir seinustu mjög svo sörulausu jól.