Nov 3, 2007

Brjóstaþoka

Brjóstaþokan svokallaða hefur tekið sér bólfestu hjá Korturum, þó aðallega hjá frúnni. Blogg afköst seinustu vikur styðja það. Kortfamilían hefur þó fullan hug á að bæta þar úr, við ætlum þó ekki að grípa til svo róttækra aðferða eins og að hætta með dömuna á brjósti... nei, nei, en við gerum okkar besta.
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl & blessuð Kortarar!
Innilegar þakkir fyrir okkur Hafnafjarðarskvísanna! Þökkum fyrir góðar og hlýjar móttökur - takk Auja fyrir andlegan stuðning vegna the impond lot!!! Ég var nærri búin að missa það!
Við erum afskaplega ánægðar með ferðina og frábært að hitta ykkur öll. Gott mál að Mr.B sé allur að koma til eftir the op.
Hlökkum til að sjá myndirnar frá því á Halloween!
P.s. tollurinn hleypti okkur í gegn með bros á vör!