Nov 29, 2007

Bókmenntaþjóð

Eftir að Kort familían flutti til vesturheims höfum við verið meðvituð um mikilvægi þess að viðhalda menningararfinum hjá B-Kort. Korthjón leggja sig fram við að viðhalda góðri íslensku hjá stráksa, liður í því er að kynna hann fyrir íslendingasögunum. Um daginn gáfu frænkurnar úr Hafnarfirðið B-Korti myndasögubókina Vetrarslóð sem er þriðja Njálu bókin en hún fjallar um þá atburði sem verða til þess að Njáll ættleiðir Höskuld Þráinsson. Björninn fílar bókina einstaklega vel sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem sagan er skemmtileg, mikið um dráp og annað eins stuff. Einnig er Hrappur mjög oft á tillanum í bókinni og það er auðvitað ótrúlega fyndið.

Í leikskólanum hans B er átak í gangi þar sem krakkarnir eru hvattir til að koma með bækur að heiman til þess að sýna öðrum og njóta. B-Kort fannst því tilvalið að koma með góðu íslensku barnabókina sem hann fékk um daginn til þess að sýna vinum sínum. Það er ekki hægt að segja að bókin hafi slegið í gegn þar. Við skulum bara orðað það þannig að Kortarar voru einstaklega þakklátir fyrir að búa í Minnesota en ekki Texas. Þegar kennarinn hans Björn skýrði vinsamlega út fyrir Kortfrúnni að svona bækur samræmdust ekki námsskrá skólans og æskilegast væri að gaurinn kæmi ekki aftur með þesskonar bækur til að sýna. Eitthvað fóru víst samfara og afhöfuðunar myndir fyrir brjóstið á blessuðum kananum.

Nú bíður Kortfamílían eftir heimsókn frá CPS (child protective services). Sjáum við fram á milliríkjadeilur milli íslenskra og amerískra stjórnvalda í kjölfarið. Munum við eflaust getað treyst á dyggan stuðning íslensku þjóðarinnar í "Baráttunni um börnin: part II". Ef að blessuð börning mega ekki lesa fornsögunnar lengur vegna pólítisk rétttrúnaðar, þá er nú fokið í flest öll skjól.

Við munum ekki gefa okkur í þessu máli. Á morgun er stefnan að senda drenginn með Bósa sögu og Herrauðs í skólann, the illustrated version.

Lifi Byltingin!

7 comments:

Anonymous said...

Oh my god!!!!!
Say no more...........

Ég sem var að spá í að senda ykkur bókina "Tíu litlir negrastrákar".....

Anders said...

jamen så er det jo godt at Master Pædagogen fra Danmark kommer til april. Så skal jeg nok tage en snak med de der sølle "social workers" og fortælle dem et par sandheder. Og hvis der bliver noget , så tager jeg pornoblade med og fortæller om fri porno i Danmark.
For slet ikke at glemme vores "bollerum" (fuckingrooms) i børnehaverne....så skal de sku nok få store øjne.

Anonymous said...

Maður sér einhvern veginn alveg fyrir sér hvernig kennararnir hafa brugðist við.... og samtalið við frúnna....
Ánægjulegt að þið hafið fengið ekta kalkún með tilheyrandi.... okkar hlúnkur verður á boðstólnum á laugardaginn (við erum alltaf svo eftirá)
Gaman að sjá myndir af börnunum!
Kveðja úr Garðabænum

Anonymous said...

ég hef þegar sett mig í samband við höfundana og ný PC útgáfa verður gefin út fyrir næstu jól

Anonymous said...

Væri ekki rétt að auka á almennan menningaráhuga hjá stráknum og kaupa handa honum fokdýran mcdonalds, láta hann hafa cheerios með undanrennu, setja keðjur á bílinn, leyfa honum að horfa á þýtt trúarsjónvarp, hella í hann lýsi, gefa honum reyktan lunda og áfengislausan bjór; allt á lánum og með sektarkennd. Ég held að það gerist ekki íslenzkara...

Anonymous said...

Sæl kæra fjölskylda,

ég vildi bara láta ykkur vita að ég styð ykkur í þessari baráttu. Ég hef núþegar hafist handa við að stofna söfnunarreikning í Landsbankanum ef ske skyldi að þið þurfið á góðum lögfræðing að halda.

Baráttukveðja,
Margrét V.

P.s. í guðanna bænum farið samt varlega í þessu öllu saman. Ekki fara að stíga á neinar tær, sérstaklega ekki á mikilvægar tær. Fólki hefur verið komið fyrir kattarnef í henni Ameríkunni fyrir minna. Til dæmis einu sinni í einni bíómynd horfði einn maður á annan með "vitlausu" augnaráði, maðurinn sást aldrei aftur í myndinni(bara einhver aukaleikari, ef þið fattið hvað ég á við).

Anonymous said...

Algerlega mögnuð frétt af ykkur. Kemur reyndar ekki á óvart en ég hafði gaman af því að lesa þetta og ætla strax í bókabúð á morgun og skoða þetta myndskreytta eintak. Vonandi verður þetta nú samt ekki neitt ,,börnin heim" dæmi jafnvel þó þarna sé augljós menningarárekstur eins og í Tyrklandi! Úff.

P.s. sænskir pedagókar reyndu að banna Línu langsokk því hún gekk ekki í fótlagaskóm, burstaði ekki tennur og mætti ekki í skólann. Það tókst ekki! Rock on rock on.