Tíminn er ansi fljótur að líða á Íslandi, Kortfamilían er búin að gera fullt og ekkert. Höfum verið ansi bissy að hitta fjölskyldu og vini. Ásamt því að Kortfrúin sé byrjuð að vinna, B-Kort á leikskóla og Á-Kort að aðlagast dagmömmunni. Allt gengur svona glimrandi vel.
Seinustu helgi átti sér stað merkur atburður þegar the Kortfamily "cleaned house and settled all its affairs" með því að skíra Ágústu Kort í hinni Sönnu kirkju. Takk fyrir það allir sem voru viðstaddir.
Góðvinur Kortarar Bauni a.k.a Anders lenti á hörku séns með the ladies in purple and red í Kort heimsókn baunanna til the USA. Sú ferð var einstaklega vel heppnuð, ferðasagan bíður betri tíma.
Næst á dagskrá er að halda áfram að hitta familíu og vini með ótalmörgum skemmtilegum heimboðum. Um að gera að nýta tímann því brátt heldur Geð-Kort aftur til USA með þá von í hjarta að bæta andlega heilsu þeirra sem þess þurfa. Kappinn yfirgefur landið næsta sunnudag. Það verður ansi áhugavert að sjá hvernig aðskilnaðurinn fer í Kortfamilíuna, en frúin og börn verða á Íslandi fram til miðjan ágúst. Við vonum þó að Geði geti mögulega heimsótt the old country í júlí.
2 comments:
Til hamingju með afmælið gamla.
Kv. Fólkið á skjálftasvæðinu
Hún er tryllt sæt hún Ágústa!
Synd að það kemur ekki eitt í viðbót...
Post a Comment