May 7, 2008

Dönsk stemning

Seinustu 10 dagar hafa verið heldur skrýtnir á Kortmansioninu. Sjóræningjans er sárt saknað en drengurinn er i góðum höndum back in the old country. Eftir að drengurinn fór lögðust Korthjón í þunglyndi, nei nei enda það ekki í boði þar sem hjúkki er á staðnum. Hjónin hafa heldur verið dugleg, seinustu daga. Geði kláraði hélvítis plan Bið og því er kalli búinn já ferdig met det hele stuff. Frúin er enn á seinustu metrunum með þessa önn verður hér um bil búin á föstudag en þar sem gellan er auðvitað með ólæknandi --- get ekki fengið nóg af því að læra veiki þá verður hún aldrei búin. Það er annað en hægt er að segja um Mr Kort sem gæti í raun aldrei farið í skóla aftur, við sjáum nú til með það.

Allavegna blekið var varla þornað á plan Binu þegar Geðhjúkkufrúarsystirin var mætt á svæðið, gellan var á leiðinni á slæðuhjúkku ráðstefnu í Chicago og kíkti yfir helgi á Kortin. Það var einstaklega gaman að hitta systu, toppurinn á þeirri heimsókn voru auðvitað 10 km á laugardagsmorgninum. Go girl go.

Á sunnudags eftirmiðdag mættu baunirnar svo eftir road trip fra New York, nú er því góð skandinavísk stemning í Kort kofanum. Kim Larsen, remúlaði og allir ligeglad..... Á föstudag breytist svo allt þegar Geði útskrifast formlega sem sérfræðingur eða þegar hann verður das specialist eins og við kjósum að kalla það......

No comments: