Það eru rétt 15 dagar í jólafríið, here we come Florida. Allir rosa spenntir, B-Kort þá sérstaklega því gæinn ætlar að vera í stuttermafötum (eins og hann kallar það) allan tímann þar syðra. Korthjón ætla að njóta þess að vera í fríi, engin verkefni, engin skóli, engin vinna.. bara frí. Ljúfar stundir.
Annars gengur vel hjá öllum, Gússý útskrifaðist um daginn (kaninn er rosa mikið fyrir útskriftir, liðið er alltaf að útskrifast úr einhverju). Gellan er sem sagt ekki lengur á ungbarnadeildinni, er núna komin í toddler room sem er með börnum frá 16 mán til 24 mán. Að okkar mati eru bestu fréttirnar að leikskólagjöldin lækka um 50 dollara á viku við þennan flutning, já við borgum dýrustu leikskólagjöld í heimi... og í dag þegar krónan er fokked þá hljómar þetta ansi illa, t.d. í nóv fóru um 1700 dollarar í leikskóla og skóladagvistunargjöld. Leikskólagjöldin hennar Gússý eru hærri en full skólagjöld við háskólann, sem er auðvitað bara fáránlegt. Anyhow, þjónusta á leikskólanum er til fyrirmyndar og það erum við ánægð með ;)
Aðrar góðar fréttir eru þær að kella fékk nafnið sitt birt í virtu statistics education tímariti um daginn ásamt leiðbeinanda sínum, að vísu ekki grein en birting engu að síður, einhverstaðar verður maður víst að byrja.
5 comments:
Mikið óskaplega eru þetta fínir og herralegir strákar. Mikið eigið þið gott að geta annað slagið verið í stutterma.
keðja amma
Við óskum þess líka að geta verið í stutterma en það verður víst langt að bíða þess úr þessu - nema bara að maður skelli sér í vetrargarðinn í Smáralind á g-streng með gervibrúnku.
Er þetta Óli sem er að kommenta undir þínu nikki Ágústa senior??? Við höfum oft haft það á orði svona á milli okkar hjóna hversu óviðeigandi G-strengs áráttan hans Óla sé. Samt alveg nice gaur og allt það
nei en þetta þema hefur smitað á mig og nú leita ég logandi ljósi að g-stengs bleijum fyrir Jón Kr.
Til lukku með birtinguna.
Maggav.
Post a Comment