Jul 21, 2009

Back in the cities


Komum hjem úr road tripinu á föstudaginn var. Ferðalagið var ansi skemmtilegt og gekk vel, ef ekki er talið með liðið í Memphis sem ákvað að stela úr bílnum okkar. Já, Kortararnir eftir 3 ár í ameríkunni eru loksins orðnir fórnarlömb afbrota, enda gífurleg há glæpatíðni hérna eins og allir vita. Þessir krimmar uppskáru nú ekki eins mikið og krimmarnir í landsbankanum. Nokkur hleðslutæki, Ipod nano og annað eins smotterí var það sem við töpuðum að þessu sinni. Það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara.

Að þessu undanskyldu þá var rosa gaman í suðrinu, við skelltum okkur í Graceland, skoðuðum mótelið þar sem King var skotinn, fórum í Memphis zoo og borðuðum á Soul stað þar sem King og fleiri frægir kappar voru fastagestir. Á leiðinni heim stoppuðum við á Lamberts cafe en þjónarnir þar henda brauði í gesti, mjög cool. Einnig var stoppað í St. Louis borg í Missouri og þar var the Arch skoðað.

Fríið er nú búið í bili og á morgun fara frænkurnar heim eftir 5 vikna góða dvöl hérna hjá okkur, þeim á eftir að vera sárt saknað.
On the road
Börnin í dýragarðinum

1 comment:

Anonymous said...

Vá þvílíkt ævintýri sem road-tripið hefur verið. Gangsterar, kóngar og brauðkast :)
Elsku Kortarar takk æðislega fyrir stelpurnar okkar - ég veit að þær eru búnar að hafa það reglulega gott og skemmtilegt :)
Knús á liðið :)
kv. Ásthildur