Jul 12, 2009

Road trip

Höfum lagt af stað í smá road trip, stefnan er tekin á Memphis, Tennessee ætlum okkur þar að skoða heimkynni kóngsa og mögulega civils rights museum, þar sem Martin Luther King var skotinn, ásamt því að heilsa upp á Rúnar og familíu. Í þetta sinn var ákveðið að keyra í tveimur lotum þ.e.a.s. sirka 7 tíma á dag í tvo daga en ekki í 15 tíma geðveiki eins og hérna um árið. Hægt að segja að Korthjón læri af reynslunni. Eða frekar að við lærum að meta aðstæður, teljum mjög ólíklegt að Gússý Kort myndi höndla svo langa keyrslu.

Annars erum við núna í Galesburg, Illinoi á móteli eftir 7 tíma keyrslu í dag eða sirka 400 mílur, aksturinn gekk vel allir voru hressir og töff. Við erum endalaus þakklát fyrir the power of DVD.

Áætluð heimkoma úr suðrinu er í kringum 17 júlí

2 comments:

Anonymous said...

Æðislegt ævintýri hjá ykkur :) Massa road-trip in the south!
Góða skemmtun og knúsaðu nú dætur mínar alveg ofboðslega mikið frá mér :)
kv. Á

Anonymous said...

Góða ferð kæra fjölskylda!
Við vorum að koma að norðan, fórum Kjöl á föstudaginn og heim í gær og fannst það mikil keyrsla.

Bestu kveðjur úr hitanum og sólinni í Garðabænum