Jul 2, 2009

Sumerferien

Sumarfríið hérna at the Kortmansion líður hratt. Nóg að gera eins og alltaf. Seinustu dagar/ vikur hafa verið annasamar, Vallarhjónin og systurnar úr hafnarfirði komu 17 júní og Korthjónin skelltu sér í GrandmasMaraþonið 20 júní í sirka 35 stiga hita, raka og stillu. Góð steiking þar en shit hvað það var gaman. Vikunni eftir það fór frúin í þrjá daga til Columbus, Ohio á ráðstefnu í tölfræðikennslu. Þar komst frúin meðal annars að því að prógramið sem kella er í hérna at the U er eina sinnar tegundar í USA, og líklegast í öllum heiminum, cool, alltaf gaman að vera spes ;)

Frúin kom til baka á laugardaginn seinasta og þá voru Vallarhjónin komin aftur eftir að hafa eytt nokkrum sólríkum dögum og góðum dögum án íhalds, up north hérna í Minnesota. Allir nema einn eru því endurnærðir og hressir hérna á Ewing avenue S. Geði er að venjast því að sitja á skólabekk eftir eins árs fjarveru og fílar það en sem komið er ágætilega. Frúin sinnir kennslu og líkar vel, það mætti segja að draumastarfið sé fundið. Á milli kennslu þræðir gellan búðir með Vallarfrúnni sem lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að styrkja efnahagskerfið hérna í landi hina frjálsu og hugrökku.

Að öðru leyti eru börnin eru svöl, B-Kort og frænkurnar eru búin að fara á eitt stykki pirates námskeið, ásamt því að vera að læra tennis á hverjum degi í boði MinneapolisCity. The Dude hefur verið að þróa með sér tónlistaráhuga seinustu vikurnar, Freddie Mercury er vinsælastur nú, eða eins og drengurinn orðar það "Ég fíla þennan homma ótrúlega vel". Planið næstu vikur er að chilla og hafa gaman með gestunum.


Hér fylgir með uppáhaldslag Bjöllarans þessa daganna

2 comments:

Anonymous said...

Mikið er gott að vita til þess að Vallarfrúin sé að aðstoða USandA í öllum þessum efnahagsþrengingum!
Kúl að börnin séu í góðum og gír og þessi setning unga piltsins varðandi Freddy er bara æði!

kv. Ásthildur sem saknar dætra sinna alveg voðalega mikið!

Anonymous said...

Mikið er gott að vita til þess að Vallarfrúin sé að aðstoða USandA í öllum þessum efnahagsþrengingum!
Kúl að börnin séu í góðum og gír og þessi setning unga piltsins varðandi Freddy er bara æði!

kv. Ásthildur sem saknar dætra sinna alveg voðalega mikið!