Aug 12, 2009

Átta dagar

Rétt rúmlega vika í nýja liðið. Korthjón eru búin að vera á milljón eða þannig við að undirbúa komu sambýlinganna hingað til the US and A. Tjekklistinn minnkar þó stöðugt og víst er að við verðum ready fyrir komu þeirra, bæði andlega og líkamlega.

Það sem hefur verið að gerast hjá okkur seinustu daga er að Gilli Geð hjólaði frá Duluth til Minneapolis um 160 mílur í tveimum áföngum fyrstu helgina í Ágúst og fílaði vel. Kallinn prófaði líka að sofa úti við í skógi. Gæinn var bara með svona svefnpokaábreiðu með moskítoneti og lá því berskjaldaður fyrir allskonar rándýrum sem leynast í skógunum hér. En hann lifði til að segja frá því og það er það sem skiptir mestu máli, ekki satt.

Hjónin fögnuðu svo 6 ára bryllup afmæli 9 ágúst sl. og það var svaka fjör. Við skelltum okkur á Mannys steakhouse sem er heavy flott og dýrt. Sá kveldverður var í boði LÍN og munum við mögulega ná að borga hann þegar við verðum svona 65 ára það er að segja ef við fáum well paying job i fremtidin. Þar var meðal annars hægt að fá mjög svo girnilegan ástralskan humar á fokking 85 dollara á manninn. Frúin sett það sem markmið að fá sér svona humar þegar doktorinn er í höfn.... soon my friend soon.

Annars erum við frekar chilluð, Gússí er að venjast leikskólanum aftur gellan var orðin svo heimakær og hún fílar ekki að þurfa deila stuffi með öðrum börnum og að fylgja reglum. B-Kort nýtur þess að vera ekki í skólanum og leikur og skemmtir sér. Gæinn er mikið að pæla í peningum þessa dagana og er mjög undrandi að það sé ekki búið að handtaka bófana sem stálu penge frá Íslandi seinasta haust. Hann er svo sem ekki einn um það drengurinn. Frúin skrifar og skrifar hélvítis ritgerðina sína og vonar að það líði hjá eins og allt annað í þessu lífi. Gilli chillar með börnum, hjólar, les skandinavíska krimma, glápir á Netflix og horfir á Tiger Woods spilar golf.

Annars eru stóru tíðindin þau að eftir mikla leit og vonbrigði þá fann Geði lið hérna sem spilar handbolta eða team handball eins og þeir kalla hann hér og verður fyrsta æfingin á fimmtudaginn. Gaman að sjá hvernig það fer kallinn hefur ekki spilað í áratug.

Kellan er svo komin í softball team sem samanstendur af nemendum úr prógraminum sem hún er í. Það á bara eftir að vera áhugavert að sjá hvernig það gengur.

The Dude og Thor eru skráðir í soccer og flag football í haust og Björgvin Kort er skráður sem aðstoðarþjálfari í soccer. Samkvæmt þessu verður rosa mikið aktívíti í gangi at the Kort mansion hér í haust.

1 comment:

Anders said...

Jeg kommer og æder hummer med jer når Auja er Dr.
Gisli det er "Team Handball" det lyder sgu lidt gay.... lidt løse håndled og så afsted til Team Handball !!