Aug 30, 2009

Nýtt upphaf

Dagur 9 með nýja liðinu er að líða at the Kort mansion. Og enn gengur allt eins og í sögu, allir rosa vinir. Það er búið að vera svaka fjör síðan nýja settið mætti á svæðið. Mikið búið að gera og allt það. Nóg að gera að venjast ameríku.

Nýju hjónin eru þvílíkt flott í því að aðlagast, Bo Kort soon to be soccer mom of the year er til að mynda búin að taka að sér að þjálfa Linden hills Soccer teamið og nægir þar ekki að vera aðstoðarþjálfari heldur er kappinn skráður sem main coach hvorki meira né minna. Einnig er fyrrnefndur Bo a.k.a Vottur Kort strax búin að eignast nýja vini en kappinn vingaðist við tvær konur sem gengu hérna um hverfið boðandi sannleikann ásamt því að vera að dreifa fræðitímaritinu Varðturninn. Þessar elskulegu konur eru væntanlegar hingað næsta mánudag til að ræða andleg málefni við elsta Kort.

Kris Kort spilaði sinn fyrsta softball leik sinn seinasta föstudag ásamt Kortfrúnni. Gellan stóð sig frábærlega vel og ekki skemmdi fyrir að hún var í íþróttaskóm síðan í 3 bekk í Versló. Spurning hvort Kris breytti framtíðarplönum sínum um frama í geðhjúkrun og skelli sér á fullu í atvinnumennskuna.

Korthjónin njótta þess að hafa nýju familíuna. B og Thor eru flottir saman leika og hjóla eins og þeir hafi aldrei gert annað. Gússí lilla er líka í náðinni hjá öllum og er því dekruð og elskuð eins og aldrei fyrr.

Skólinn hjá drengjunum hefst á þriðjudaginn og verða drengirnir saman í bekk. Eldra liðið fær því smá frí áður en háskólinn hefst 7 sept nk.

Planið er að chilla og chilla meira með gestum okkar en á þriðjudaginn eru Alda Lóa og dætur væntanlegar hingað í hjúkkupepp og chillerí. Svaka fjör hér og allir að sjálfsögðu í kærleikanum

Drengirnir á renaissance festival seinustu helgi

No comments: