Aug 1, 2009

Countdown

Við höfum formlega hafið countdownið hérna at the Kort mansion, nú eru aðeins 20 dagar þangað til viðbætirinn við Kortfamilíuna mætir á svæðið. Litla familían er væntanleg hérna til Minnesota 20 ágúst, svo framarlega sem þau fái stúdentvisa og allt það stuff. Við vonum það besta.

The dude er ansi spenntur að fá leikfélaga sem talar íslensku, Gússí fílar það að fá fleira fólk til að snúast í kringum sig, hjónin eru full tilhlökkunar að fá liðið hér því það er ansi hæfileikaríkt og skemmtilegt t.d. eldar Bjöggi rosa góðan mat og Kristín kann að stepp-dansa, pælið í því. Það er ansi ólíklegt að okkur eigi eftir að leiðast með þessu fólki.

Þangað til liðið kemur ætlar Kort familían að settle all its affairs líkt og Corleone fjölskyldan samheldna gerði forðum; sumarönnin verður kláruð í næstu viku, Gilli ætlar að skrifa eina grein og Frúin ætlar að klára Mastersritgerðina (já akkúrat gellan er að safna, markmiðið er akkúrat 5 háskólagráður), Björn ætlar að fara í fullt af field trips með Minneapolis kids og Gússí mun skemmta sér vel á leikskólanum sínum sem hún var að byrja aftur á eftir hlé. Einnig er planið að hafa gaman og chilla.

Gilli tekur forskotið á skemmtunina núna um helgina en kappinn ætlar ásamt nokkrum félögum að hjóla frá Duluth til Minneapolis, vegalengdin er um 160 mílur/ 256 km. Ætlunin er að hjóla þessa vegalengd á tveimur dögum.
Frænkurnar úr Hafnarfirði fíluðu hamborgarana í USA mjög vel

1 comment:

Anonymous said...

Mega mega kúl!
kv. stelpurnar úr Firðinum!