Jan 1, 2012

2011 Áramótaannáll Kort fjölskyldunnar et al.

Já, það er nefnilega þannig; eitt annað árið að líða. Með nýrri tækni er Kortbloggið orðið að áramótabloggi.

2011 leið hratt, skemmtilegt var það og náði the Kort family að klára eitt og annað. Þó að vonandi þetta ár verði svona meira "settling all family business" ár.

Það helsta sem gerðist á árinu hjá okkur, skipt eftir þemum og öðru (ekki í tímaröð):

Nám:
Markmiðið hjá Korthjónum var að ná oralprófunum (sounds a bit rude) og verða doktors kandídatar og geta byrjað að safna gögnum, sem gekk eftir hjá þeim báðum. Bjölli kláraði 2 bekk og vann aftur best second grader in chess í skólanum. Gússí skrifaði nafni sitt í April og lét þar við sitja, enda algjör óþarfi að vera skrifa það eitthvað meir, enda skriffærni overrated hjá ipad stúlkunni.

Fjölskyldan:
Þann 8 ágúst fæddist svo nýjasti Kortmeðlimurinn hann Helgi Kort öllum til mikilar gleði. Litli drengurinn var ekki lengi að að fá vegabréf og skellti sér því til Íslands til að kíkja á liðið. Stóru systkinin eru einstaklega ánægð með lilla bro. Gússí sem vildi stelpu var þó fljót að jafna sig eða eins og hún sagði sjálf “my baby sister is a boy”. Korthjónin fagna nýjasta Kortaranum en eru líka einstaklega ánægð að vera búin með the barneignar era-að, nú er bara að koma þeim til vits.
Helgi var rétt þriggja daga gamal þegar Bo Franz, Begga og stelpur fluttu hliðiná okkur. Íslendinganýlendan hérna stækkar og dafnar vel, lítill hætta á því að við gleymum uppruna okkar í þessum hóp.
Nýjasti Kortarinn dafnar einstaklega vel, þrátt fyrir annir foreldra, er kominn með tvær tennur og komin yfir 8 kílóin. Drengurinn er í góðum málum enda með fullt af góðu fólki í kringum sig. Guðforeldrarnir Björgvin Franz og Kris dreifari hafa til að mynda staðið sig einstaklega vel gagnvart honum. “Engin pressa”

Ferðalög:
Mikið var um ráðstefnur og ferðalög, sérstaklega fyrri part árs. Auja fór 2x til New Orleans og Florida og svo einu sinni til North Carolina. Korthjónin skelltu sér í belated hjónaferð/scouting expedition til Portland í spring break, enda spennt fyrir The Pacific Northwest . Þar eru fjöll og sjór og hipsterar (krútt) á hverju strái. Þau voru mjög hrifinn af pleisinu en Minnesota "kind of grows on you" þannig að engar ákvarðanir um framtíðar búsetu voru teknar í bili. Kellurnar skruppu svo í hina árlegu New York ferð þar sem einhverjum vantaði athygli og úðaði því í sig birkifræjum í háloftunum; “ofnæmi, smofnæmi”. Gilli skellti sér svo til New Orleans í september. Kort hjónin hafa farið víða í Bandaríkjunum síðustu ár, en eru bæði á því að fæðan í New Orleans sé “exceptional”. Gilli skellti sér einnig í smá movie tour, stalkaði aðeins Walter Sobchak og skellti vígðu vatni á útidyrahurðina hjá Anne Rice (Interview with a Vampire) eins og sönnum Kaþólikka sæmir. Auja og litlu börnin skelltu sér til Íslands í Október. Hellarinn var kynntur fyrir the old country, vinum og stórfjölskyldunni við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

Tónleikar og aðrir viðburðir:
Fórum á Pixies, fock góðir tónleikar og fundum góða lykt. Hlustuðum á The Dalai Lama. Eddie Vedder (bara Gilli), Fleet Foxes, U2 og Bon Iver,

Gestir á árinu:
Fyrstu gestir komu í Maí, þegar amma pönk, Gunnar og Sólveig kíktu. Í júní komu svo stelpurnar úr Hafnarfirði og fjölskyldan úr Aðallandi kíkti einnig í nokkra (einstaklega vel nýtta) daga. Vallarhjónin komu 2x fyrst í Júní og svo í September. Eins og alltaf þegar við fáum gesti þá var einstaklega skemmtilegt að hanga með þeim, skoða borgina, chilla, spjalla og hafa gaman.
BK skellti sér svo einn heim til Íslands í 5 vikur með stelpunum. Drengurinn tók chillið to the next level back at the old country.


Annað merkilegt sem gerðist á árinu
• Lifðum af skelfilega snjóþungan vetur
• Lifðum af ótrúlega rakt sumar
• Auja survived the ógleðistímabilið í Florida
• Kris kom aftur til USA í jan eftir 4 vikna Þyrnirósartímabil á Íslandi
• Gilli byrjaði í bootcamp (eftir 5 ár fann hann loks gott Bootcamp)
• Bo hélt áfram að ferðaðist um the USA (eða svo segir hann)
• Börnin stunduðu skóla, sund, skák og soccer
• Gilli masteraði brisket matreiðslu
• Auja fékk kennaraverðlaun frá the University of Minnesota
• Sambúðinni lauk í april, einhver gekk yfir strikið “but what happens at the Kort Mansion stays at the Mansion”
• Kris og Co, fluttu 10 blokkir suður
• Gússí æfði dans
• Upgrades tímabilið byrjaði
• Einhver fékk sér iphone 4
• Einhverjir keyptu sér bíl
• Einhverjir fengu kindle
• Gilli chillaði í fæðingarorlofinu (sem varði í einn dag)
• Kris the goodmother fann tönn í Helga
• Einhver varð Norður-Ameríku meistari í brú
• Halloweenbúningarnir 2011 voru awesome, en við treystum því að þeir verði toppaðir 2012
• Héldum 17 manna Thanksgiving dinner
• Einhver varð vitni að live robbery
• Slógum met í fjölda jólaboða (4 stk)
• Margt meira skemmtilegt og áhugavert átti sér stað 2011, en það hvarf í brjóstaþokunni

Árið 2012, leggst vel í Kortfamilíuna, markmiðið er að hjónin útskrifist (shit), og fari bæði bara að vinna. Planið er að vera áfram hérna í Minnesota. Gússí fer í Kindergarden í haust og BK í 4 bekk, Og Hellarinn mun skella sér í leikskóla.
Eins og áður þá er von á góðum gestum, þeir fyrstu í Janúar þegar Gunnar, Katarína og Elísa koma og svo eru þeir feðgar Palli og Markús og Vallarhjónin búin að bóka far í útskriftina í Maí, vonandi koma stelpurnar og Tómas frændi og fleiri líka í sumar. Einnig er planið að Kortfamilían skelli sér til Íslands í heimsókn í sumar,

Kort familian et al. óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrr hin gömlu með von um að hitta ykkur flest á nýju ári


Kort familian og stelpurnar með Sesame street liðinu í Florida

New York Gellur
Gússí og Sara Hlín afmælispíur
Ágústa stóra sys með Helga Kort nýfæddan

Halloween lið


hin árlega Lagkökugerð
Ameríski sveinki og Kortbörn

Kertasníkir, Kort börn og et al.

Dec 31, 2010

2010 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Það styttist í nýtt ár, árið 2011 þessi áramót eru þau fimmtu hjá the Kort family in the US and A. Eins og árin á undan þá var árið 2010 bæði viðburðarríkt og skemmtilegt.


Vetrarmánuðirnir liðu hratt og voru kaldir eins og venjan er hér í Minnesota. Janúar tók vel á móti okkur eins og alltaf. Eftir langþráð jólafrí var gott að byrja aftur í rútínu með skóla og vinnu. Bo the traveler byrjaði árið á því að fljúga back to the old country, sagðist vera fara á bridge mót, right! Kuldinn í Minnesota hefur bolað mörgum góðum drengnum frá.

Fyrsti gesturinn á árinu var hún Gunna flugfreyja sem kíkti við í lok Janúar, sú gella lét ekki lágt hitastig hafa áhrif á verslunargleði sína.


Í lok febrúar byrjun mars skelltu Geðfrúin og Kris sér í heimsókn til Beggu Gísla í New York. Þar voru helstu túristastaðir skoðaðir, fjárfest var í forlátum bollum og chillað. Mjög góð ferð sem orðin er að árlegum viðburði.


Geðfrúin varði svo loksins Mastersritgerðina sína, húrra húrra þar með var fjórða háskólagráðan í höfn. Eftir það skellti hún sér svo í sirka þrjár vikur með B. Kort til Islands með stuttu stoppi í New York. Íslandsferðin var vel heppnuð, fermingarveisla þar sem Björn Kort klæddist síðabuxum í fyrsta sinn á árinu, jeppaferð upp að fimmvörðuháls til að skoða gosið, matarboð, chill og íslenskur matur, það getur ekki klikkað.


Whole foods byrjaði á vormánuðum að selja íslenskt skyr.is, smjör og súkkulaði.


Skólinn gekk vel hjá öllum námsmönnunum, vor-sumar og haustannir voru kláraðar með stæl. Kris byrjaði í klíniska náminu á haustönn og hélt áfram að vinna á geðdeildinni á Hennepin County og Gilli tók áfram kúrsa ásamt því að vinna á klinikinu sínu tvisvar í viku. Auja hélt áfram að kenna 50%.


Þetta árið var tími ráðstefna hjá Auju, í lok april var kellan þátttakandi í round table á AERA í Denver, svo í júlí þá var frúin með tvo fyrirlestra á ICOTS ráðstefnunni í Sloveníu. Gaman og góð reynsla þar.


Þetta var gott styrkjaár hjá Geðhjúkkunum, fyrst var það fellowshipinn frá Minnesotaháskóla sem Gillinn fékk, Kris fékk Byrstyrkinn og svo fékk Gilli styrk frá Íslenska hjúkrunarfræðifélaginu.


Fylgst var með World cup og haldið party.


Bo ferðaðist um árið til Reno, Detroit >4x, Ísland 3x, og Florida til að spila bridge og sinna gömlum konum.


Gestatímabilið at the Kort mansion stóð frá maí til oktober, fyrst komu, amma pönk og svo Sörurnar tvær+ Loftur. Þór fór svo heim til Íslands í tvo mánuði með Sörunum. Frú Constanza mætti ásamt stelpunum úr hafnarfirði í byrjun júní. Kolla kíkti svo á okkur með diet kokkteilsósu og svo komu Begga og Björgvin Franz. Soffíu kom með Þór og ekta kokkteilsósu og loks kom familían frá Suðurnesjum ásamt Tomma frænda. Seinustu gestir voru svo amma pönk, Ágústa guðmóðir og Ásta ljósa sem komu með mini-kokkteilsósu í október. Það var því nóg að gera í gestabransanum. Eins og alltaf var rosa gaman að fá gesti, mikið var um chill, ís+kjötát, shopping hjá sumum, skemmtigarðaferðir og sólabaðstíma.


Kort familían skellti sér í ferðalög, fyrst í heimsókn til Bens vinar okkar í Iowa og svo var keyrt til Yellowstone með fellihýsi í afturdragi. Sú ferð var ævintýraleg og ótrúlega skemmtileg.


Sambúðin fagnaði 1 árs afmæli, við erum að nálgast toddler tímabilið eða “the terrible two”.


Hlaupa afrek á árinu voru nokkur, í vor byrjaði Kris að hlaupa og lauk því með 10 mílum í the Monster Dash í lok oktober. Frúin kláraði einnig sitt þriðja maraþon með því að taka þátt í the Twin cities hlaupinu.


Haustönnin leið hratt minna um ferðalög, nema hjá Bo auðvitað. Gilli skrapp þó til Íslands í viku til að fagna 60 ára afmælinu hennar ömmu pönk. Drengirnir spiluðu fótbolta, þennan evrópska og fíluðu vel. Kort-börnin fóru líka á sundnámskeið með ansi góðum árangri. Strákarnir byrjuðu í öðrum bekk og eru nú elstu drengirnir í skólanum. Ágústa fluttist um deild í leikskólanum þar sem hún unir sér vel og talar bara ensku. Barnapíurnar okkar þau Keyla og James giftu sig í september þar sem Gússí var blómastúlka, fallegri flowergirl hefur ekki sést.


Haldið var uppá old school íslenskt “Halloween” afmæli í tilefni þess að Þór varð 8 ára, með góðum árangri.


Hin árlega Thanksgiving máltíð stóð fyrir sínu, með ellefu matargestum börn meðtalin. Menningarlegur fjölbreytileiki var mikill meðal matargesta sem voru, íslendingar, dreifara, kanar, índjáni, tyrki og suður kóreubúi.


Í desember var rosa snjóstormur í Minneapolis sem varð til þess að Gilli þurfti að brúka gönguskíði til að ná í vörur í kaupstaðinn, einnig var hinu árlega íslendinga jólaballi aflýst. Hin árlegi smákökubakstur var þó á sínum stað, bakaðar voru 4-5 sortir og lagkaka.


Kort familían stakk svo af í sólina til Florida um miðjan des meðan fólkið í kjallaranum fór til Íslands.


Þetta er svona það helsta sem gerðist árið 2010 hjá okkur.

Næsta ár, 2011 leggst bara ansi vel í okkur eins og alltaf verður nóg að gera.

Skólinn verður stundaður að kappi, allavegna fram að vori. Korthjónin vonast bæði til þess að ná þeim áfanga á árinu að verða doktorskandídatar svo þau geti safnað gögnum, analysað og vonandi útskrifast árið eftir (2012 er töff ár til að útskrifast, ekki satt?). Eitthvað verður um ferðalög, hugleiðslur og almennt life-coaching. Kvennaferð til NY í feb-mars, Geðfrúin er einnig búin að bóka þrjár ráðstefnur á árinu, tvær í New Orleans og svo í North Carolina.


Drengirnir munu útskrifast úr Lake Harriet lower campus og flytjast yfir í upper campus sem er stórt skref. Gússí fer í pre-kindergarden í haust. Í haust hefst seinasta árið í náminu hennar Kris og Bo verður 42 ára. Einnig eru gestir væntanlegir, Frú Constanza og Britney the personal trainer hafa meðal annars boðað komu sína í sumar og haust. Einnig er planið að ná að heimsækja Ísland á árinu.


Með þessu óskar Kortfamilían fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu, vonandi eigum við eftir að hitta sem flesta á nýju ári ……

NY píur með könnurnar góðu

Male bonding
Graskerskurningur í fullum gangi

Hluti Crews ins eftir the Monster Dash

Bo mit das kinder
Litla blómastúlkan

Dec 13, 2010

Old school blog

Einhver bað um old school traditional blog, Seinustu fjórir mánuðir hafa flogið frá okkur eins og alltaf, annað hvort er þetta aldurinn eða það er bara svona gaman hjá okkur. Líklegast einhver samvirkni áhrif í gangi hér.

Anyhow, liðið at the Kort mansion hefur verið ansi busy seinustu mánuði, svona til að stikla á því helsta sem á daga okkar hefur runnið:

Ágúst

  • Sumarönninni lauk hjá Kris og Auju
  • Þór og Soffía komu, einhver keypti sér Ipad
  • Tommi frændi kom í heimsókn
  • Suðurnesjaliðið kom (Hrefna,Hörður, Frosti og Nadía)
  • Bo fór til Detroit
  • Kortfamilían og Tommi fóru í roadtrip, Badlands, Mt. Rushmore, Devils Tower og Yellowstone voru meðal þess sem við skoðuðum
  • Hitt liðið chillaði í Minneapolis í vatnsrennibrauta og skemmtigörðum.
  • Kortfamilían, keyrði 2500 mílur á 8-9 dögum
  • Einhver keypti sér leðurjakka
  • Auja borðaði Bisonkjöt
  • Gilli sá Grizzly bear og húna í Yellowstone
  • Kris varð confused
  • Björn Kort borðaði grillaðan Wayne Rooney sykurpúða
  • Bo keyrði frá M til D og aftur frá D til M án þess að stoppa í C.
  • Gússí sýndi að hún er náttúrubarn
  • Kortfamilían fékk höfuðverk sökum hæðabreytinga í Yellowstone
  • Ristað brauð með osti komst í tísku at the Kort mansion
  • Bo gerðist grænmetisæta
  • Bo gerðist meatlover og eater again
  • Stúlkur og konur hlupu vötnin, í geðveikum hita
  • Kortfamilían survived bear country (Yellowstone) og kom aftur hjem
  • Komumst að því að Wyoming er með fallegri fylkjum US and A, höfum ekki séð öll og getum því ekki alhæft útfrá okkar eigin reynslu
  • Fögnuðum 1 árs sambúðarafmæli, erum orðin svo tengd að orð eru óþörf
  • Gestir fóru heim eftir gott frí
  • Einhver sagði “Ég vil ekki fara til skíta Íslands”
  • Chilluðum og undirbjuggum haustönnina

September

  • Skelltum okkur á State fair;
  • Einhverjir fengu sér deep fried bacon
  • Allir fengu sér deep fried candy bar
  • Skólinn byrjaði hjá öllum
  • Drengirnir byrjðu í soccer
  • Foreldrarnir urðu soccer Moms and Dads
  • Börnin byrjðu að æfa sund
  • Gyllinæð(i) kom í heimsókn
  • Amma Pönk varð 60 ára
  • Gilli fór til Íslands í 60 ára afmælið
  • Einhver varð jetlagaður og svaf ekki í viku
  • Fórum öll í brúðkaup up north hjá Keylu og James, barnapíunum okkar
  • Gússí var flowergirl í brúðkaupinu, fallegri blómastúlka hefur ekki sést
  • Boðið var uppá íslensk nammi í brúðkaupinu
  • Bjölli fór í síðbuxur í fyrsta skiptið síðan í fermingunni hjá Árný í apríl
  • Gússí át blómin
  • Gilli fann dauðan íkornana í klósettinu í kofanum up north
  • Kaffidrykkja jókst um 50% at the Kort mansion
  • Kokkteilsósulagerinn fór minkandi
  • Einhverjir hættu að reykja algerlega sveiflulausir
  • Kris fagnaði 10 ára afmæli, haldið var party at the KortMansion
  • Bo átti afmæli varð 40 og eitthvað, komst á fimmtugsaldurinn
  • Kris átti afmæli og varð 32 og fékk hlaupaúr
  • Kona og stúlka hlupu vötnin

Október

  • Einhverjir byrjuðu að reykja
  • Auja kláraði Twin cities maraþonið
  • Amma pönk, Ágústa godmother og Ásta ljósmóðir komu í heimsókn
  • Gestir versluðu vel
  • Drengirnir fengu Lego og voru happy
  • Gilli kláraði grein for submission
  • Gestir og Korthjón skelltu sér á Fogo de Chao í lunch
  • Bo flaug til Detroit
  • Drengirnir kláruðu fótboltann með stæl
  • Auja byrjaði að skrifa doktorsritgerðina ;)
  • Þór varð 8 ára og haldið var scary afmælispartí at the Kort Mansion
  • Gilli braut sverð í átökum sínum við pinataða í afmælinu
  • Ásthildur a.k.a Britney Auju systir braut löpp á Hafnarfjalli, og þar með var öllum hlaupaáformum í komandi Floridaferð aflýst
  • Bo flaug þvert um Bandaríkin á ferð sinni frá Detroit til Minneapolis
  • Kris og Auja hlupu 10 mílur í Monster Dash hlaupinu
  • Börn og fullorðnir minus Bo hlupu 5 km í Monster Dashinu
  • Héldum upp á Halloween með trick or treat
  • Brisket tímabilið hófst formlega hjá Gilla kokk

November

  • Gilli varð 32 ára og hélt uppá afmælið í kaffiboði hjá íslenska ræðismanninum
  • Keyptum hálfa rollu
  • Lærðum auðvitað öll eins og crazy
  • Kusum öll einhverja dreifara og annað none séð og heyrt lið í einhverju stjórnlagastuffi fyrir the old country
  • Bo fór til Detroit
  • Skelltum okkur á sleðaferð
  • Bo kom heim og fór til Florida
  • Héldum uppá Thanksgiving með 11 manna alþjóðlegu matarboði, (Gestir: íslendingar, tyrki, kóreubúi, kani og indjáni)
  • Kris og Geðfrúin fóru að versla at 5 am á black Friday
  • Borðuðum Turkey í 5 daga
  • Lærðum meira
  • Kris mætti í skólann
  • Einhver mokaði snjó

Desember

  • Lærðum meira
  • Bökuðum 5 sortir af smákökum og eina góða lagköku
  • Skelltum okkur í Reindeer run Bingo
  • Kris mætti í skólann
  • Bo ákvað að koma heim
  • Björn Kort kældi skólatöskuna sína með ísklump
  • Festumst inni í 36 tíma sökum snow storm
  • Gilli fór á gönguskíðum til að redda nauðsynjarvöru fyrir heimilið
  • Festum bílinn
  • Mokuðum snjó
  • Hittum Santa Claus

Framundan eru skemmtilegir og annasamir tímar,

Önnin klárast þessa vikuna.

Á fimmtudag fer Kortfamilían til Florida þar sem planið er að chilla með Vallarhjónunum og hafnarfjarðarliðinu í 3 heilar vikur.

Kris og Co fara til Íslands 19 des og verða þar í sirka 4 vikur.

Að vonum eru allir heavy spenntir fyrir komandi ferðalögum, þangað til er planið að læra og klára þessa önn eins og aldrei áður, og hafa gaman

The dudes
B0 að lemja fólk á State Fair
Frúin eftir maraþonið
Gestir á steikhúsi

Kris að hlaupa 10 mílur
Sleðaferð
Thanksgiving dinner

Bakaralið í góðum fíling

Jul 29, 2010

Sumarferien

Sumarið at the Kort Mansion hefur liðið ansi hratt, seinustu tveir mánuðir hafa verið viðburðarríkir, heitir og skemmtilegir. Við höfum fengið slatta af gestum og einhverjir hafa farið í ferðalög (like always). Sambúðin hefur núna staðið í 11 mánuði... styttist í árið, þá förum við með þetta á næsta level. En svona til að stikla á því helsta sem hefur átt sér stað seinustu 2 mánuði

Júní
  • Hjónin í kjallaranum tóku upp "act as your eighteen and loving it" lífstílinn
  • Ms Constanza mætti á svæðið og lagði sitt af mörkum til að endurlífga efnahagslífið í USA.
  • Bjölli kláraði 1 bekk
  • Stelpurnar komu í heimsókn og chilluðu með okkur í 4 vikur
  • Ásthildur a.k.a Brit sendi diet kokteilsósur með stúlkunum,
  • Auja varð Guðmóðir Sigurjóns Óla (Palla og Unnarssonar) í gegnum Skype, how cool is that
  • Farið var meðal annars í the Waterpark, á ströndina, Chuck e Cheese, Target og Valley Fair
  • Héldum uppá 17 júní með drengjakór Íslands
  • Horfðum á the World Cup
  • Stúlkur og B. Kort æfðu tennis og soccer
  • Kris varð confused
  • B Kort og Ásta spiluðu á útitónleikum á Bandshellinu at Lake Harriet
  • Sumarkennslan byrjaði hjá Auju
  • Kellur hlupu vötnin
  • Horft var á Pee Wee og Ace ventura
  • Héldum World cup partý USA vs UK
  • Bo fór til Detroit til að spila Brú
  • Gilli masteraðið spreadið á meðan World cupið var
  • Frú Constanza fór heim með fullar töskur og hin Ipadinn
  • Bo var meinuð aðganga að drengjakór Íslands
  • Þór fór til Íslands þar sem hann ferðaðist um landið og seldi nærföt
  • Einhver pissaði í flösku rétt hjá Chicago
  • Þór handleggsbrotnaði í "fótbolta" á Íslandi
  • Kolla kom í heimsókn, með ekta kokteilssósur
  • Thor Thors lét loks sjá sig og var leiðinlegur
  • Kris byrjaði að vinna á geðdeild
  • Einhver googlaði "how to pee in a bottle while driving"
  • Sætu frænkur fóru heim staðráðnar í því að flytja til Ameríku þegar þær verða stórar
  • Ágústa hætti að leggja sig á daginn, stúlkan fer núna að sofa um 7 leytið
  • Björn æfði fótbolta (soccer) eins og crazy
  • Vorum öll þakklát fyrir Netflix
Júlí
  • Vallarhjónin Begga og Bo Franz mættu á svæðið með sósur og góða skapið
  • Allir at the Kortmansion voru rosa nice við gestina, vallarhjóni það er að segja
  • Kris stundaði grimmt líkamsmat á fólki "as part of her studies"
  • Auja fór með gestina í applebúðina sweet times
  • Bo fór í Mall of Amerika
  • Skelltum okkur í 4th of July partý þar sem flugeldar flugu lárétt,
  • Ágústa ákvað að verða princess
  • Bo fór til Detroit again
  • Kris og Auja skelltu sér á Fogo de Chao með Vallarhjónin og Kollu
  • Einhver villtist ekki í þetta sinn inní Chicago á leið sinni til Minneapolis frá Detroit
  • Auja fór til Slóveníu á ráðstefnu fyrir tölfræðikennslu, var með tvo fyrirlestra og drakk fullt af sódavatni
  • Auja hitti nörds, borðaði kollkrabba og hráan hest
  • Einhver varð "rosa veikur"
  • Bo fór til New Orleans og borðaði krókódíl
  • Kris vann eins og rotta í skólanum
  • Auja og Bjölli hlupu/hjóluðu Lake Harriet
  • Gússý varð 3 ára og skellti sér í MOA til að hitta Wonderpets, spongebob, Dóru og Diego
  • Kortfamilían skellti sér í helgarferð til Bens í Iowa
  • Kortfamilían fagnaði 4 ára búsetu afmæli í landi hina frjálsu og hugrökku..
  • Björn Kort fór á skáknámskeið
  • Einhverjir voru rosa duglegir að hugleiða
Já, þetta er svona það helsta sem hefur átt sér stað hjá okkur.. Sumarið er nú ekki búið og en nóg eftir

Helst á döfinni er
  • Þór og Soffía eru væntanleg með íslenskt nammi
  • Sumarönnin klárast
  • Sumir fara í frí,
  • Hörður, Hrefna og co koma
  • Tommi frændi kemur
  • Kortfamilían + Tommi fara á roadtrip um USA
  • 1 árs sambúðarafmæli. vei vei
till then over and out


Unglingarnir með Kortbörnin
Börnin góðu
Gússý sæta á ströndinni
The dude og Asta á rokktónleikum
Sósu-Gestirnir á steikhúsinu góða
Auja í Evrópu

Afmælisbarnið

May 28, 2010

End of an era

Já, svolítið langt um liðið hérna á þessu bloggi. En við erum ekki hætt, planið er að ná að minnsta kosti einni færslu á mánuði. Markmiðið er að skrásetja USA dvölina og lífið okkar hérna þannig að þegar við förum að kalka og rugla tímum og viðburðum þá er þetta allt documentað. Segið svo að akademían kenni ekki manni eitthvað að viti. Allavegna það er búið að vera fullt að gera hjá okkur síðan 17 febrúar, stikla aðeins á stóru.

Febrúar
  • Héldum uppá afmælið hans B Kort með football thema, svaka töff
  • Unnum öll eins og skepnur nema einn
  • Auja kláraði mastersritgerðina
  • Drengirnir æfðu körfubolta
  • Gússí hætti með bleyju
  • Familían í kjallaranum lifði af fyrsta Minnesota veturinn

Mars
  • Kellur fóru helgarferð til Beggu í New York og keyptu könnur, þvílíkt stuð þrátt fyrir að sumir séu einstaklega lélegir í mannlegum samskiptum, einnig komumst við að því að fólk er fallegra og með blárri augu í The Big Apple.
  • Bjöggi fór til Reno, Nevada þar sem vændi er by the way löglegt (ekki samt að það skipti neinu máli), what happens in Reno stays in Reno
  • Geðhjúkkurnar lærðu og sváfu og lærðu
  • Einhver googlaði how to kiss
  • Auja varði mastersritgerðina finally
  • Geðfrú og the Dude fóru til the old country og New York
  • Whole foods byrjaði að selja skyr og íslenskt smjör (skyr.is kostar 2 til 2.99 dollara kvikindið sem gerir um 260- 390kr á litla dollu, skyr er því lúxusvara at the KortMansion :) )
  • Kellur horfðu á Greys anatomy, Private practice og Parenthood

April
  • Íslandsförin var cool, Bjölli náði nýjum hæðum í fótboltaspilasöfnun og frúin fór uppá jökul og skoðaði litla eldgosið very cool, ásamt því að hitta alla vini og family sem var mjög gott
  • Íslandsfarar fóru í hestakerruferð í Central Park í NY með Beggu og Sóley sætu
  • Loksins voru allir samankomnir á sambýlinu,
  • Bjöggi fór til Íslands again.
  • Auja fór á AERA til Denver, Colarado sá töff fjöll þar
  • Geðhjúkkur lærðu og hugleiddu
  • Einhver að the KortMansion átti crazy month
  • Bjöggi kom heim
  • Bjölli var útnefndur besti 1st grader í skák í skólanum sínum, töff það
  • Geðhjúkkur horfðu á Heros
  • Kellur (mínus gaurinn með legið) horfðu á Greys anatomy, Private practice og Parenthood
  • Þór the foreigner las upp fyrir allan skólann á söngskemmtun
  • Fátækir námsmenn fengu sér sushi í hádeginu
  • Ipadinn bættist við heimilið
  • Korthjón fórum á Jónsa Tónleika með Eygló og Gus
  • Sambýlingar tóku afstöðu eða lýstu frati og kusu utankjörstaðar, fórum með þetta alla leið og náðum að senda BESTU kjörseðlana heim.
  • Kristín ættleiddi Kisa
  • Einhver reyndi við einhvern
Maí
  • Bjöggi kom og fór til Detroit, Michigan að sinna öldruðum kúnnum (spyrjum ekki meira um það) What happens in Detroit stays in Detroit.
  • Námsmennirnir unnu eins og skepnur fyrstu 2 vikurnar í maí
  • Börnin hengu með barnapíunni okkar henni Kaylu fóru í dýrargarð og chilluðu
  • Kris gaf Kaylu Kisa
  • Drengirnir byrjuðu í T-ball
  • Einhver googlaði Dick
  • Liðið kláraði önnina
  • Kris byrjaði að hlaupa með frúnni
  • Bo klæddi sig upp fyrir útskriftarathöfn at the University of Minnesota en Auja fékk ælupest og gat ekki mætt :( til að sækja fjórðu háskólagráðuna. bömmer
  • Greys anatomy, Private practice og Parenthood fóru í hlé.. fuck
  • Skelltum okkur á hina árlegu garage sale í hverfinu okkar
  • Auja fékk Iphone, loksins loksins
  • Kris fékk vinnu á Hennepin County á akkút geðdeild.
  • Loftur kom í heimsókn og reyndi að life coach-a okkur
  • Gilli fékk interdisciplinary fellowship (of the ring) fyrir skólaárið 2010-2011. Þetta þýðir að kappinn fær skólagjöld greidd plús laun. Eina sem dúddinn á að gera er að vinna að phd-náminu sínu og vera góður við sambýlinga sína, húrra fyrir geða fyrir þetta
  • Auja byrjaði formlega að vinna að doktorsverkefninu the countdown has started 5 gráðan nálgast.
  • Sambúðin fagnaði 9 mánaðarafmæli, við erum búin með eina meðgöngu og still going strong.. Samvinnunám hefur öðlast nýja merkingu og við erum búin að mastera sharing hugtakið..
  • Gilli byrjaði formlega að life coach-a Bo
  • Amma Pönk mætti á svæðið, borðaði ís, fór í bíó og chillaði
  • Sörurnar mættu og versluðu, sóluðu sig og borðuðu ís
  • Ágústa a.k.a vinkona mín lék við litlu Söru
  • Bo the great stýrði stóru Bridgemóti í Mall of America (eða svo sagði hann okkur)
  • Sumarönnin byrjaði aftur hjá Kris
Ok, þetta er svona í stórum dráttum það sem hefur átt sér stað seinustu þrjá mánuði hjá okkur. Framundan eru skemmtilegir tímar enda er sumrið hérna í Minneapolis mjög gott

Framundan plan

Maí lok
  • Eurovision Partý og kosningavika
  • Þór og Sörur fara heim
Júní
  • Frú Constanza er væntanleg 1 júní í sirka þrjár vikur
  • Stelpurnar koma 2 júní í fjórar vikur
  • Auja byrjar að kenna á sumarönn
  • Gilli vinnur 20 tíma á viku
  • The World Cup byrjar

Við erum hress, reynum að lifa í kærleikanum/sannleikanum og allt það stuff..
We will keep you posted ..


Vinkonan og Sara Hlín
Bo the traveler
Kort the Interdisciplinary Fellow
Kris og Begga í NY með könnurnar góðu
The Dude, a.k.a skákmeistarinn

Feb 17, 2010

Sjö ár


B.K verðandi NFL stjarna
B. Kort a.k.a the dude er sjö ára í dag, tíminn flýgur. Litli drengurinn okkar sem var nú bara lítil í 6 vikur verður bara flottari og flottari með hverju árinu. The Dude verður í skólanum í dag og svo ætlar hann að skella sér á Chuck E. Cheese með Gússí og Þór. Afmælisveisla með bekknum verður svo á laugardaginn.

Drengurinn er ansi spenntur fyrir hvað sjöunda árið á eftir að færa honum en árið lofar góðu. Fullt af ferðalögum m.a. til Íslands, roadtrip um USA með Tomma frænda í ágúst og svo chill í Florida í desember með stelpunum úr hafnarfirði. Já, það verður nóg að gera. Einnig er á döfinni að læra/nenna að reima skó.
Bjöllinn er enn með sama mottóið og fyrir ári síðan, "ekki klæðast fínum fötum eða löngum fötum". Lifi stuttermaföt!!!
Til lukku með daginn Björninn okkar.

Bjöllinn svalur á skákmóti

Jan 30, 2010

Basic stuff

Rútínan er komin aftur hér at the Kort Mansion. Allir byrjaðir í skólanum og nú er bara að lifa af kuldann. Janúar er liðinn þannig að reynsla segir okkur að það sé rétt um 1 1/2 mánuður mest 2 eftir af kulda. Annars hefur Janúar verið ansi mildur svona á Minnesota kvarða, búið að vera svona um -10 celsíus sem telst milt.

Það er búið að vera nóg að gera eins og alltaf seinasta mánuðinn. Björn Kort tók þátt í sínu fyrsta skákmóti á dögunum eitthvað state mót hérna í fylkinu. Kom gæinn þar ansi sterkur inn, vann 3 af 5 og náði 6-8 sæti sem er ansi góður árangur fyrir nýliða. Það var vægast sagt áhugavert að fylgja barninu á skákmótið en það tók heilan dag og liðið þar var ekki að djóka með hlutina. Tveir stórmeistarar voru á svæðinu til að aðstoða börnin, börnin með sér þjálfara og guð veit. Korthjón voru sammála því að aldrei fyrr hafi þau séð svo stóran hóp af nördum samankominn. En drengurinn fílaði þetta í botn og vill endilega fara aftur á svona mót. Drengirnir eru líka farnir að æfa körfubolta og fíla það vel.
Bjölli á skákmótinu

Um daginn skelltum við okkur á sýningu með Elmo og félagum úr Sesame street. Gússý er mikil Elmo fan og fílað gellan showið mjög vel. Að öðru leyti er stúlkan ansi hress, talar alltaf meira og meira bæði á ensku og íslensku. Einnig fílar hún mjög vel að eiga fjóra foreldra sem snúast í kringum hana.
Gússý á vetrarhátíð í leikskólanum

Bo fór back to the old country um miðjan Janúar og er tappinn væntanlegur 6 febrúar. Það er því búið að vera svolítið ójafnvægi í heimilishaldinu, tvær geðhjúkkur vs. einn kennari, hjón vs. einstaklingur, tvö leg vs. einn kall (að vísu með leg) við lifum þetta af en það verður gaman þegar sá gamli kemur aftur.

Kallarnir í góðu sprelli

Framundan eru skemmtilegir tímar, á mánudaginn kemur Gunna flugfreyja í viku heimsókn, svo kemur Bo, afmælið hans Bjölla, stelpurnar stefna á NY ferð í byrjun Mars, svo fara Geðfrúin og The dude til Íslands í tvær vikur (26 mars til 12 april) í fermingu hjá Árný frænku, það á eftir að vera gaman. Einnig er planið að læra meira og meira. En það er víst málið með þessu öllu ekki satt.

Dec 31, 2009

2009 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Fjórðu áramótin in the US and A að renna upp hérna hjá Kort familíunni. Þetta árið hefur verið viðburðarríkt eins og flest ár þar að undan.

Kortarar mættu ferskir til leiks í vinnu og skóla seinasta Janúar eftir einstaklega vel heppnað jólafrí í sunny Florida með góðu fólki. Vetrarmánuðirnir liðu hratt og voru kaldir eins og venjan er hér í Minnesota. Í febrúar kom Mary Poppins a.k.a Sigurrós til okkar og var hjá okkur fram til maí. Hún og Gússí áttu góðan tíma saman í chilli og reyndist Poppinsið okkur hjónum kærkominn hjálp.Við bögguðumst í henni sem mest við máttum og reyndum að kenna henni APA kerfið. Fyrsti gesturinn á árinu eftir miss Poppins var Kolla mamma Mary sjálfrar. Sú kom frá danmörk klifjuð Kókoskaffi, remúlaði og Remi súkkulaði. Gott gengi dönsku krónunar skemmdi ekki fyrir þeirri góðu ferð.

Stuttu eftir að Mary Poppins fór kom amma Pönk og átti hér góða og afslappaða viku með okkur. Geð-Kortið var þá komin í sumarfrí frá vinnunni og því var þetta einstakleg gott frí. Í maílok fram í júní skellti familían sér heim á klakann. Það var ótrúlega gaman að hitta alla eins og alltaf. Borðað var skyr, lömb og einhver fjöll gengin.

Um miðjan júní byrjaði svo sumarönnin Gilli hóf þar formlega PhD námið í hjúkrun og Geð-frúin kenndi sitt fyrsta in-class tölfræðinámskeið fyrir undergraduate nema hérna at the U. Sumarönnin gekk ótrúlega vel hjá hjónum, svolítið mikið stress til að byrja með en það hafðist.

Vallarsettið ásamt fallegu frænkunum úr Hafnarfirði kom hingað 17 júní í frí og til að passa fyrir Korthjónin sem skráð voru í Grandmas Maraþonið 20 júní . Hjónin skelltu sér í hlaupið sem varð það heitasta í sögu hlaupsins. Liðið steiktist nett á þessari hlaupaleið en náði þó að cross the finishline eins og þeir segja, þvílíkur léttir það. Það má segja að Kortfrúin hafi haft mun meira gaman að þessu en Geði sem fílar hjólreiðar og körfu meir. En í ágúst skellti hann sér ásamt félögum í margra mílna hjólatúr frá Duluth niður til Minneapolis. Þar prófaði Geði að sofa ber útí skógi í svefnpoka við góðar undirtektir the nativies sem hótuðu ítrekað að smyrja pokann með “bacon juice” eftir að hann sofnaði til að tryggja viðburðaríka nótt í skóginum.

Sumarið fór mest í skólann og gesti, frænkurnar voru hjá okkur í 6 vikur og var haldið af stað í Road trip down south. Kortfamilían skellti sér til Memphis í heimsókn til herra Jensens og familíu, ferðalagið tók viku og var mjög vel heppnað ef frá er dregið innbrotið í bílinn okkar. Í Memphis var Graceland skoðað, borðað var á frægum southern stað þar sem Dr King var fastagestur, mótelið þar sem Dr King var skotinn var skoðað, farið í Memphis zoo og svo chillað og spjallað. Á leiðinni heim var komið við á matsölustað þar sem brauði er hent í viðskiptavini, mjög töff, einnig skoðuðum við the Arch í St. Louis. Það var æði að hafa frænkurnar en nóg var um Kósýkvöld og önnur huggulegheit meðan á dvöl þeirra stóð.

Ágúst mánuður fór mest í sjálfskoðun og almenna tiltekt en 21 þann mánaðar breyttist allt er Kortfamilían breyttist úr fjögurra manna familíu yfir í sjö manna fyrirtæki. Þegar Kris-geð, Bo og Thor fluttu til okkar. Sú sambúð hefur gengið vonum framar og kemur sér ansi vel fyrir alla hlutaðeigandi. Stuttu eftir að Kortviðbótin bættist við fengum við Öldu Lóu og dætur þær Sóley og Auði hjúkkunema í heimsókn til okkar, Geð-hjúkkurnar peppuðu Auði áfram í framtíðarstarfið á meðan Gússí kenndi Sóley smá óþekktartrix enda töff að vera rebel þegar mar er rétt um tveggja. Þessi heimsókn var chilluð, hlaupið í kringum vötnin, pælt í lífinu, farið á söfn og chillað á pallinum.

Svo byrjaði skólinn heimilislífið var fljótt að færast í fastar skorður, Gilli og Bo sjá um matinn, Kris um gólfin, Geðfrúin um uppþvottavélina og svo sjá allir um að halda uppi góðri stemningu. Það má segja að við höfum masterað cooperative theoríuna hérna at the Kort-Mansion. Gússí á nú fjóra foreldra og líkar vel.

Á haustmánuðum komu svo fleiri gestir eins og vaninn hefur verið. Amma Pönk kom aftur og slappaði af hérna með Bo eða Bo the savior eins og hún kýs að kalla hann. En kallinn bjargaði ömmunni frá “bráðu” falli at the Walker Art Museum. Eftir það kom Vallarfrúin a.k.a Ms. Macys ásamt dóttur Crazy Brit svona rétt til að halda lífi í Macys-kortinu og kasta kveðju á heimilisfólkið. Einnig skelltu systurnar sér í Minneapolis maraþonið sem var auðvitað bara hreinasta snilld fyrir utan eitt bilað hné hjá aðkomugellunni, en veðrið var brilljant og félagskapurinn góður, “You’re my boy BLUE!!!”

Halloween var tekin með trompi hjá stór-familíunni sem skellti sér öll minus Kris (því hún fer ekki framúr fyrir hádegi) í MonsterDash 5 km hlaupið sem var bara gaman. Svo var haldið pönnukökupartý og seinna um kveldið farið út að trick og treat-a. Drengirnir voru einstaklega ánægðir með þann dag og eiga enn nammi síðan þá.

Heimilsfólkið fagnaði Thanksgiving hérna at the cities í góðum fíling með þremur tyrkjum. Okkur fannst cool að vera borða Turkey with some Turkish dudes present.
Rétt eftir þakkargjörðarhátíðina kíktu svo Addi og Soffía foreldrar Kris hingað til að tjekka á liðinu. Bakarinn var tekinn á þetta og hent í eina góða lagköku; snúðarnir verða bakaðir í febrúar.

Á Þorláksmessu kláraði seinasti námsmaðurinn önnina og síðan þá hefur heimilisfólkið aðeins náð að chilla. Við héldum hér hátíðleg og góð jól, skelltum okkur á jólaball og fengum fólk í mat.

Hin nýja sambúð hefur sannarlega breytt ýmsum venjum hér at the Kort-mansion, Ber þar helst að nefna fernt sem stendur uppúr, (1) hér er alltaf eldaður dinner, (2) Heimilisfólkið er Vikings aðdáendur og horft er á amerískan fótbolta+ körfubolta plus soccer (3) Við erum flugeldafólk og hikum ekki við að keyra yfir í næsta fylki til að redda þeim (4) Zero tolerance policy er til staðar fyrir viðkvæmni og öðrum geðsveiflum, allir staðnir að slíkri hegðan er umsvifalaust settir í bananabúning þar til kastið er yfirstaðið. Undantekningin er “Tökum þessu persónulega” dagurinn sem haldinn er hátíðlegur fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.

Árið 2010 stefnir í að vera skemmtilegt ár. Stefnan hjá Gilla er að halda áfram að chilla í dokorsnáminu og vinna smá með, enn er óvíst með sumarið hjá þeim tappa en hugmyndin er að vinna 14 tíma á viku og sinna Bo, börnum, heimili og gestum. Geð-frúin stefnir á hörkuönn með 50% kennslu, markmiðið er að ná að skrifa slatta af doktorsverkefninu. Planið í dag er að frúin komi við á Íslandi í lok mars ásamt the Dude og verði þar yfir páska. Drengirnir ætla að vera svalir og byrja að æfa körfubolta, einnig ætlar B.K að prufa að keppa á skákmóti. Gússí ætlar að hætta á bleyju og vera góð. Bo ætlar að verða þyngri og mýkri og Kris ætlar að klára önn númer tvö og vinna sem hjúkka svo ætlar einhver(jir) að hlaupa maraþon. Margt annað er svo á dagskrá fyrir árið en það er allt háð því að nýja sambýlisfólkið okkar lifi veturinn af.

Með þessu óskar Kortfamilían fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu, vonandi eigum við eftir að hitta sem flesta á nýju ári ……
Jólamáltíðin mínus ein
Kort-hjón og Gússí
Vikings fans með meiru
Sáttar systur eftir gott Maraþon í Okt
Hele familian mínus ein

Dec 18, 2009

post- Jol

Greinilega kominn tími á eina færslu hérna, svona í ljósi þess að okkur er farið að berast hótanir á dönsku sökum bloggleti. Ótrúlegt hvað tíminn líður hérna í USA, síðan seinast hefur margt gerst.

Við lifðum af Thanksgiving fengum þrjá tyrki í mat þar sem við vorum nú að borða turkey. Það var svaka stemning svaka fjör. Kristín sýndi á sér áður ókunna dreifarahlið eða meira svona togarahlið en gellan slóg met í blótsyrðum það kveld. Nú gengur hún undir nicknameinu fucking Krist, ekki amalegt það. Eftir thanksgiving komu svo foreldrar Kris og áttu góða daga hérna hjá okkur. Þau komu klyfjuð íslenskum varningi fyrir jólin og svo til að toppa það var bökuð lagkaka að hætti bakara. Þannig að það eina sem vantar hérna um jólin eru fjöllin.

Frá byrjun Des hafa námsmennirnir verið að klára skólann, það er því búið að vera mikið álag á heimilisfólkinu. Gilli geð er núna kominn í jólafrí, börnin klára skólann/leikskólann á morgun, Kris kemst í frí á sunnudag en greyið Geðfrúin fer í próf á Þorláksmessu. Jólaundirbúningurinn hérna er því rétt að hefjast en sem betur fer er jólafríið langt þannig að við getum hvílt okkur ;)

Sambúðin ógurlega hefur nú staðið yfir í að verða 4 mánuði og hefur þetta allt farið langt fram úr okkar blautustu draumum. Við erum svo ánægð með þetta fyrirkomulag, kemur sér ansi vel fyrir alla, Seinustu helgi skellti hele familían sér -1 í jólatréleiðangur. Þar var rífandi stemning, börnin fengu að hitta santa claus sem var bara töff meðan Gilli og Bo unu sér vel í náttúrunni. Daginn eftir skelltu konurnar sér ásamt börnum á Íslendinga Jólaballið hérna í minneapolis á meðan mennirnir fóru á Viking football leik. Já íþróttaáhugi hefur á seinustu mánuði hérna at the Kort mansion aukist til muna hjá þeim sem bera Y litning.

Planið í jólafríinu er að ljúka fyrsta drafti að heimildarmyndinni Bo i Usa. Einnig ætlar heimilisfólkið að leggjast í hattargerð. En framtíðin ku vera þar


Thanksgiving dinnerinn


Karlpeningurinn hönd í hönd að velja jólatré


Börnin og Jóli

Kortbörnin í nýju kojunni