Lífið hjá Kortfamilíunni gengur sinn vanagang. Hjónin hafa verið upptekin við heimapróf, verkefnaskil og annað rugl, bloggið hefur því þurft að víkja á meðan. Þvílík forgangaröð en svona er það víst. Megum ekki gleyma því að skólinn er víst ástæða dvalar okkar hérna í US and A. Það styttist óðum í annarlok (8 maí) og því um að gera að hætta ekki núna. Eins eigum við von á góðum gestum um miðjan Apríl (ömmu pönk, kaupglöðu guðmóðirinni og Tommaranum). Við höfum verið að vinna undan okkur til að geta verið í smá fríi með liðinu. Fyrir utan skólann er lítið annað að frétta nema að Kortfamilían er búin að segja upp leigusamningnum og hefur formlega hafið íbúðar-húsleit. Stefnt er á flutninga 1 júlí og því nóg tími til stefnu. Rákumst þó á þessi hús seinustu helgi og erum að pæla í að sækja um. Þetta er í úthverfi hérna rétt við borgina og lúkkar mjög vel. Við fengum að skoða svona model hús og það er allt nýtt eða nýlegt, meira segja með þvottvél og þurkara í eldhúsinu. Það tekur svona 20-25 mín að keyra niðrá campus í umferð. Að öðruleyti er staðsetningin góð, sérstaklega fyrir gesti, það er Supertarget, mall og matvöruverslun í göngufæri. Eins erum við að tala um 3 svefnherbergi, vegna kvartanna frá læknisfrúnni á haustdögum sökum skorts á private lífi og mikilla hrotna frá einum ónefndum gest. Var ákveðið að leita að húsnæði með 3 herbergum með hurðum. Kortfamilían vonast til að uppfylla þessar kröfur gesta sinna.
Við vorum að bæta við tveimur nýjum albúmum, Íslandsferð feb 2007 og Seattle 2007.
Láttum eina góða mynd fylgja með.
Láttum eina góða mynd fylgja með.