Mar 7, 2007

Kort -sónar

Góður fílingur hérna í Minneapolis, þrátt fyrir snjó. Við erum þó bjartsýn þar sem við vitum að vorið nálgast. Í gær skellti Kort familían sér í sónar til að skoða yngsta og nýjasta meðliminn. B-Kort fékk að koma með, honum leist nú ekki of vel á myndirnar af nýja Kortaranum en hafði þó orði á því að hann minnti á sjóræningja. Nýjasti Kortarinn er flottur og dafnar vel, samkvæmt lækninum þá lítur út fyrir að þessi verði hávaxinn eins og aðrir meðlimir familíunar. Látum eina góða andlitspósu fylgja með.


p.s fengum að vita kynið. Og við eigum von á ............... hvað haldið þið?

7 comments:

Anonymous said...

Hæhæ Kortarar

Við systurnar erum ekki sammála!
Árný Björk heldur að þetta sé lítil prinsessa, en Ásta Rakel að þetta sé lítill sjóræningi!!!

Eru kannski 2 kríli???

Ally said...

Frú Kort þarf að fara að læra að flétta og setja spennur í toppinn. Það verður gaman að sjá Auju versla bleika kjóla, ég hlakka mikið til

Anonymous said...

Ég vona að þetta verði stúlka, þær eru mikið skemmtilegri, en það vita allir.
Allý - við förum bara með henni að versla - við erum vanar.

kveðja Bergþóra

Anonymous said...

Strákur?? Stelpa??
Er þetta ekki Hómer?

Söknum ykkar - allt á fullu við að skemmta erlendum gestum vegna ráðstefnunnar um helgina hérna megin. Alltaf gott að umgangast svona lið náið og finna út hvað ég er ennþá f...ing lasin.

Anonymous said...

Ég segi stelpa,þetta reddast með flétturnar Auja mín óþarfi að missa svefn yfir því :-D

Anonymous said...

hef nú ekki áhyggjur ef fléttum - björn var ekki fléttaður þó hann væri lengi með sítt hár ...
gangi ykkur allt í haginn í undirbúningi fyrir komu okkar

Anonymous said...

ég fæ bleika strauma, en hvað veit ég, væri samt gaman að fá fleiri gaura í fótboltaliðið. p.s kerran er geggjuð..
Kveðja eva