Mar 2, 2007

Heimkoma-snjókoma

Kortin eru back in the USA. Góður fílingur hér á ferð. Ferðalagi frá the old country gekk vel (þökk sé Páli a.k.a the big time dealier sem sponsoraði okkur með afbragðsafþreyingu ). Ferðin tók aðeins um 12 tíma í allt. Við flugum til Boston, Detroit og svo Minneapolis. Það voru þreyttir Kortara sem komu heim eftir annars mjög gott ferðalag. Við erum ánægð með heimferðina til Íslands, meira segja Geð-kortið sem þráir einfalt líf og þarfafleiðandi einfaldann lífstíl, var sáttur. Þótt Kortin hafi stoppað stutt í þetta sinn þá náðu við að hitta marga og komast yfir margt á þeim tíma. Það var gaman að koma heim hitta fjölskyldu og vini. Takk öllsömul fyrir að minna okkur á hvað við eigum mikið af góðu liði að. Takk allir sem við hittum ......og allir hinir takk líka
Annars er allt stopp hérna í borg kuldans eða borg snjósins. Í gær var háskólanum og öðrum skólum lokað frá kl 14 vegna snow storms. Við höfum komist að því að snow stormur á amerískum mælikvarða er einfaldlega mikil snjókoma. Háskólinn er opin í dag en flestir leikskólar, skólar og margar opinberar skrifstofur eru lokaðir vegna snow day eins og þeir kalla það. Sem sagt þegar það er mikil snjór þá er búllunni bara lokað. Í gær þegar háskólanum var lokað fylktust undergraduate nemar sem búa hjá campus út og fóru í snjókast og að teika bíla. Já, það er ungt og leikur sér sagði einhver. Í tilefni snjófrídagsins hafa Kort frúin og B-Kort legið í sjónvarpsleti og öðru eins sukki.

8 comments:

Anonymous said...

Velkomin heim og takk fyrir síðast, Alltaf gaman að hitta frúna.

Ég man nú þá tíð þegar kort hjónin voru með prinsip-ið, að eiga ekki sjónvarp og hvað þá að eyða tímanum í sjónvarpsgláp, en það er greinilega liðin tíð :-Þ, en svona er nú lífið.

Mbk
eva

Anonymous said...

við tókum vel við flensunni sem Geð kortið dreifði til vina og vandamanna og höfum legið hér í svita og táfýlu saman síðan þið fóruð. höfum ákveðið að fjölga sjónvarpsstöðvum á heimilinu því beint sjónvarp frá Alþingi er ekki að virka. Tómas grætur þegar ákveðinn maður er skammaður þar - segið svo að pólitík veki ekki sterkar tilfinningar.
Takk fyrir okkur!

Anonymous said...

veit einhver um skáldsögur sem gerast í minneapolis?

Anonymous said...

Já ég man líka eftir þessu með sjónvarpið!!

En prinsippin hverfa eitt af öðru er það ekki,
þau verða kannski farin að reykja áður en við vitum af!

Anonymous said...

Jamm það var skelfilega gaman að sjá Þig Gísli minn, leitt að hafa ekki náð að sjá framan í frúnna,

En það er eitt sem mig langar að benda ykkur á í ljósi allrar gagnrýninnar með sjónvarpsglápið,
af hverju notið þið ekki tímann til þess að horfa á eitthað gamalt og klassískt, þið eruð jú í landi kvikmyndar-iðnaðarins ?

Anonymous said...

Algjör guðsgjöf að hitta á ykkur á flugvellinum. Kossar frá B og A.

Fláráður said...

Mæli með nýju seríunni af extras ef þi' komist í hana.

Anonymous said...

Já það var algjört æði að hitta ykkur. Þið eruð alltaf svo fyndin og skemmtileg, en samt svo andleg. Ég fýla það við ykkur. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að koma með mér í diskókeilu. Það var æði.