
Langþráð frí Kortara er byrjað. Spring break er málið. Í því tilefni ætlum við að skella okkur til
Seattle a.k.a fyrirheitna borgin í heimsókn til Ástgeirs Kortvinar með meiru. Það á bara eftir að vera gaman. Kortara eru mjög svo spenntir. En að sögn Ástgeirs þá er Seattle staðurinn, sérstaklega fyrir Íslendinga í USA. Kortaranir eru því með rosalegar væntingar til borgarinnar. Vonandi standast þær. Annars verður áhugavert að fara á slóðir
Greys anatomy og fá að sjá fjöll og hafið. Við fljúgum í kvöld og komum aftur á þriðjudag. Kannski verðum við dugleg og setjum inn myndir af heimsókninni.
8 comments:
Góða ferð - góða ferð - góða ferð...........
Já endilega takið flottar myndir af Seattle og endilega af ykkur og ég tala nú ekki um bumbunni :)
kv. from the land with the midnight sun and the hot springs....
Hei, til hamingju með örkortið innanborðs.
Já ég er líka alveg til í svona bumbumyndir. Má panta? Þá panta ég eina af Auju, tvær af Gísla og eina af feitasta kana sem þið hafið séð.
Gat skeð að MaggaV þyrfti að vera með fordóma
Bíddu... er ekki mikið um svefnleysi á þesum stað í USA?
Lítið stúlkubarn... en stórkostlegt. Til hamingju kæra fólk.
Nýjar fréttir: Verð á Vogi í sumar ef einhver þarf að láta flýta fyrir á biðlistum.
kv.K og Co.
ps. Björgvin vill líka fá svona myndir af Gísla eins og þið eruð að senda MV.
K.
Til lukku með Voginn. Í sambandi við myndirnar þá er ekki nema sjálfsagt mál að Björgvin fái fleiri myndir af Kortaranum a.k.a írska folanum, um að gera að í bæta safnið.
MV. aftur á móti fær engar myndir. Hún er alltaf að biðja um myndir af eiginmanninum... Margrét V. Hættu að reyna við Kortarann.
til hamingju með ferðina til Seattle....
og prinsessuna.
Post a Comment