Feb 18, 2009

6 ára afmæli

Í dag var stór áfangi hjá Bjöllaranum, er gæinn varð 6 ára, hvorki meira né minna. Ótrúlegt að það séu komin 6 ár síðan Korthjón urðu að Kortfamilíu. Góð stemning. Gæinn verður bara skemmtilegri með árunum, þessa dagana gengur drengurinn undir nafninu the stoner eða the Dude. Ef the Dude fengi að ráða þá væri alltaf sól og stuttermabuxnaveður, fólk ynni bara á fimmtudögum og restinn færi í chill og meira chill t.d í formi Wii skemmtunar, science museum ferða, leik og discovery channels glápi. Já, the Dude er ansi chillaður tappi.

Afmælisdagurinn var góður, bekkurinn hans B söng fyrir hann og annað eins fjör, partýið verður svo haldið n.k laugardag. The Dude fær því tvo góða pakkadaga, ekki slæmt það.
The Dude í góðum fíling.

B-kort þakkar sérstaklega fyrir allar gjafirnar sem hann fékk frá fjölskyldu og vinum back at the old country.

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elsku Björn. Hafðu það gott á afmælisdaginn, í Nintendo tölvunni þinni, ertu ekki örugglega að valta yfir hann pabba þinn? Passaðu þig samt að vinna ekki of stórt, hann er svolítið tapsár.

kv, Gunnar

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Björn.

Kveðja Leifur og co. á Stokkseyri

Anonymous said...

Til hamingju með daginn lilli!

Anonymous said...

Hæ Björn og til hamingju með afmælið. Tómas vill vera með þér í chillinu - þegar hann verður stór ætlar hann bara að vera heima, horfa á sjónvarpið, éta súkkulaðikex og drekka bjór. Hann ætlar að eignast góða konu sem vinnur fyrir honum. Þetta hefur hann lært af pabba sínum.

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju með afmælið B. Kort (The Dude). Markús biður að heilsa og hlakkar mikið til að hitta þig, hann mun senda þér pakka en einhvernvegin tókst mömmunni að klúðra því að koma honum í póst.

Kveðja úr Garðabænum.

Fláráður said...

Til hamó með the dude. Megi hans dudeness lengi lifa.

B said...

Til hamingju með afmælið vinur okkar Björn.

kveðja Agneta & Bergþóra

P.s. kossar til Gústu litlu :)