Mar 17, 2009

Heimahagar

Í lok maí er von á Kortfamilíunni í smá heimsókn til the old country, málið er að Geði þarf að fá nýtt landvistarleyfi þar sem kappinn byrjar phd námið 16 júní nk. og það tekur styðsta tíma að fá það í gegnum ameríska sendiráðið á Íslandi. Hlutirnir eiga það til að vera ansi slow hérna í landi reglugerða og pappírsrugli, þar sem allir eru þó frjálsir og hugrakkir.

Anyhow planið var að Gilli tæki Gússí lillu með þar sem hún er ennþá undir 2 árum og því ódýr í flugi. Svo ákvað amma pönk að hjálpa til við kostnaðinn á flugmiða B-Kort til Íslands og þá var bara einn Kortari eftir. Vallarhjónin stigu þá inní og Geðfrúin fékk flugmiða að gjöf frá þeim. Þannig að allt settið kemur á klakann. Kortarar eru einstaklega ánægðir með hjálpina, því það kostar nálægt einu nýra að flytja eitt stykki familíu frá USA til Íslands. Það er gott að eiga gott fólk að, sem nennir að borga undir rassinn á okkur, aumu námsmönnunum.

Planið er að dást að fjöllunum, lyktinni, birtunni og íslenska góðgætinu...

Kortfrú og B-Kort koma laugardagsmorgun 23 maí og Gilli geðkort og Gusto kani koma sunnudagsmorguninn 24 maí, allt liðið fer svo laugardaginn 6 júní. Við náum því tveimur góðum vikum.

4 comments:

Fláráður said...

pannt sjá ykkur!

Anonymous said...

Välkomna lilla familjen.
Það er gott að fara sparlega með nýrun.
Maður veit aldrei hvenær maður þarf á þeim að halda.

Anonymous said...

Gegt - ég er ekkert smá ánægð með þetta framtak og bíð nú bara eftir því að mér verði boðið út. Það verður gaman að sjá ykkur og vera með ykkur.

Anonymous said...

ég ætla ekkert að hitta ykkur. Er að spara mig fyrir haustið...