Mar 29, 2009

Jelly Beans

Um daginn datt Kortfamilían heldur betur í lukkupottinn. Í tilefni st. Patrick dags þá áttu nemendur á skóladagheimilinu hans B að giska á fjölda jelly bauna í krús einni. B kort með góðri hjálp frá móður sinni giskaði á 800 stk, og viti menn það voru 797 jelly beans í dollunni góðu. Aðrir nemendur voru ansi langt frá í ágiskum sínum og því vann gaurinn krúsina og allar 797 baunirnar með. Segið svo að allt námið seinustu ár hjá frúnni hafi ekki skilað sér. Síðustu dagar hérna at the Kort mansion hafa einkennst af stanslausum jelly beans partýum, vei vei svaka fjör.

Eitthvað hefur verið um veikindi og aðra drullu hérna en við lifum það af eins og allt annað rugl. Nú eru bara 7 vikur eftir af önninni og vinnunni hjá Geða. Hjúkki hættir í vinnunni 15 maí og fer þá í langþrátt frí í sirka 10 daga, svo byrjar doktorsnámið hjá Gillanum, eða eins og hann kallar það hrokalaust "þá byrjar chillið".

Já og svo eru allir hérna at the Mansion búnir að kjósa en hélvítis kjörseðlarnir eru enn ópóstlagðir.. við höfum því ekki enn tekið afstöðu. Vinnum í því þessa vikuna.

Mary Poppins stendur sig ansi vel, hún kennir eldri Korturum auðmýkt og svo hefur Ágústa farið tvisvar á koppinn, og er hætt að segja no no, segir núna bara nei, nei, nei. Já, dreifarinn kemur á óvart..
B. Kort með Jelly beans krúsina, og Gússý hressa

4 comments:

Anonymous said...

Hmmmm.... ein pæling héðan from the Old Country!

Drullan eins og orðað var svo smekklega af Korturum - kom hún before or after jellybean-æðisins?

Akkúrat maður spyr sig!

kv. Ásthildur

barbara said...

jiminn hvað þau eru orðin stór!
Hafið það gott í Ameríkunni!

Anonymous said...

Gaman að sjá myndir af börnunum - Markús er búinn að plana rosa dagskrá fyrir Björn þegar hann kemur, er ekki alveg að skilja afhverju vinurinn er að stoppa svona stutt.
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja úr Garðabænum

Gússí said...

Sæl - Tómas vill fara á fótboltanámskeið með frænda sínum og ná að kynnast Powerrade sjálfssalanum betur. Þeir eru svolítið veikir fyrir bragð og litarefnum þessir gaurar.