Mar 9, 2009

Tillsammens; The American version

Á haustmánuðum byrjar nýtt era í lífi Kortara, við höfum kosið að kalla það Tillsamans tímabilið, og til að fyrirbyggja allann misskilning þá erum við ekki skilin, ólétt eða á leiðinni heim til the old country. Við erum frekar spræk, hress og tilbúin að prófa allt nýtt. Næstkomandi ágúst er von á merku fólki, þeim hjónum Björgvini og Kristínu Kort og syni þeirra Þór Kort. Stefnan er að búa öll saman því það er svo gaman. Einnig spilar einstaklega gott gengi krónunnar og rífleg framfærsla LÍN þar inni... Þetta verður fjör.. það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara, right!


Svona verðum við á haustmánuðum

6 comments:

Fláráður said...

Mér fannst nú tilhugsunin um áttbura á leiðinni meira spennandi, en vona að þetta eigi eftir að vekja jafn mikla gleði og ánægju.

Anonymous said...

Þið eruð náttúrulega öll frekar svipaðar týpur og eru í þessari mynd.

Anonymous said...

hver verður það sem fær "svampinfektion i underlivet"???

Anonymous said...

Hvenær kemurðu til íslands?

Anonymous said...

ÉG HLAKKA SVO TIL....

Pant ekki fá svampinfektion í underlivet...

k said...

En ég er farin að safna undir hendurnar...