Feb 4, 2007

Nýtt líf

Ný tölva, nýr DVD spilari, nýtt lyklaborð, nýtt líf. Við erum tengd again thank good. Við erum ótrúlega þakklát vinum okkar hjá Dell sem hafa stutt okkur í gegnum seinustu daga. Fyrst með því að selja okkur nýja tölvu sem kom í dag og svo með því að senda okkur nýjan harðan disk og lyklaborð, fríkeypis í gömlu tölvuna. Við höfum því miður ekki náð að koma þeirri gömlu í gang en okkar menn hjá Dell vinna í því. Það ætti að gerast á næstu dögum. Kortin eru annars hress og búin að hafa það gott í vikunni. Björn Kort reyndi að kyrkja samnemanda í vikunni en hefur lofað að láta af þeirri hegðun í framtíðinni. Gæinn hefur tekið upp kitl í staðinn. Geðið vinnur eins og hann eigi lífið að leysa, bæði í skólanum og í verknáminu. Í vikunni áttu þau stórtíðindi sér stað að Geð-Kort fékk Social securite number. En það fæst ekki frítt í landi tækifæranna. Með social númerinu hefur geðið því færst einu skrefi nær því að vera fullgildur meðlimur í samfélaginu, vei vei við fögnum þessu og óskum Geða til lukku. Næst á dagskrá er að verða sér út um kredit history og þá eru allar dyr opnar. Það er víst ekki það auðveldasta í bænum. Annars er þessi helgi sérstök fyrir tvennar sakir. Í fyrsta lagi þá hefur ekki orðið svona kalt í 3 ár (sumir segja 10) hérna í Minnesota. Við erum að tala um nálægt -30 gráður, nice. Hinn merki atburðurinn er séramerískur en það eru úrslitin í ameríska fótboltanum sem verða á morgun. Spurning hvort við horfum? Víst er að á morgun verður ekki farið út að leika sökum kulda...

4 comments:

Anonymous said...

Ég fengi mér bara Medion tölvu kannski spurning þegar kredit historyið sé í lagi að þið kaupið ykkur Medion nehh. Bið að heilsa

Anonymous said...

hehemm já eða APPLE!!!! tölvu þá væruð þið safe næstu árin!!!

Anonymous said...

til hamingju með tækin - gott að vita að Dell hugsar um sína.

Anonymous said...

Maður Lifandi! Voðalega erum við fegin hér í the old country að þið séuð orðin tengd! Þið voruð eitthvað svo ekki í sambandi! Við skulum þakka Dell fyrir þetta framtak sitt í bænum okkar!
Gott mál að Junior sé hættur við kyrkingarnar - thank god! Eins gott að homeland-security komist ekki að þessu!