Feb 9, 2007

bissy-menska

Það er búið að vera nóg að gera seinustu daga hjá The Kort family. Það erum við þakklát fyrir og lítum á það björtum augum. Það er ekki mikið í boði að standa aðgerðarlaus hérna úti í fxxxx kuldanum í Minneapolis. Fyrir utan frostbit, þá finnum við vel fyrir því að líkamar okkar séu farnir að aðlagast kuldanum. Málið er, að þar í heiminum sem kalt er eins á Grænlandi, eru innfæddir lágvaxnir og kubbóttir. Þessi líkamsbygging er aðferð náttúrunnar til að aðlagast umhverfinu. Lágvaxnir og kubbóttir líkamar varðveita því hita betur og langir og mjóir henta því betur þar sem heitt er (Segi svo að BA-prófið komi ekki að gangi). Þannig eru til dæmis þeir indjánar sem eru af þeim tribe sem var hérna í Minnesota, eða þeir fáu sem sluppu við fjöldamorð ameríkana, allir litlir og kubbóttir. Þessi aðlögun líkamans á sér stað á löngu ferli, mjög löngu ferli. Kortararnir sem hingað til hafa þótt ansi hávaxnir gætu þannig verið á niðurleið. Við erum ekki frá því að við séum farinn að finna fyrir þessari aðlögun, við erum allavegna ekki að hækka. Helsta vandamálið er þó hvernig fer fyrir nýja Kortaranum, erum við að tala um að krakkinn verði lítil og kubbóttur eða hvað? Að okkar mati felst lausnin í því að flytja til Afríku til að breyta aðlögunni. Hvað gerist kemur þó í ljós. Kortfrúin veit af reynslu að meðan hún gengur með barn þá er best að geyma allar ákvarðanir og stórframkvæmdir þangað til eftir fæðingu. Svona er þetta víst með suma hluti, það er í raun hægt að læra af reynslunni!!! Merkilegt fyrirbæri.

9 comments:

Anonymous said...

Mjög svo flott blogg. Gott að vita það að það er erfitt að vera þið líka.

Síminn hjá okkur Adda er

4451410

Finnbogi

Anonymous said...

hæ - eigum við að senda ykkur sæng í kuldanum?
Söfnum í eina dúnsæng!
Gott að það er nóg að gera - vonum að þið hafið samt tíma til að sakna okkar.

Anders said...

Islændinge som brokker sig over kulden !!!!! Hvad sker der, er det en del af den globale opvarming ??
Men ellers ville Gisli passe godt ind i Afrika, den der tykke mave og så bare en flue i øjet, så er du der. Så ligner du sku en posterboy for en nødhjælps organisation.
Men hjælper den tykke mave og røv ikke på at holde varmen gisli ???

Anonymous said...

Ertu ekki eitthvað að mis...

Fólk á norðurhveli er almennt hærra en fólk við miðbaug...

Anders said...

Jo Arnor
Gisli er stiv...... Igen !!!

Anonymous said...

ég veit ekki alveg hvað ég á að segja.
Það er allavegana ekki skortur á íslendingablóðinu í mér....

Og þegar þú minnist á það þá er ákveðin svipur með Gísla og svertingjum.....

Anonymous said...

Auja, Gísli og Björn

Ég sendi ykkur net-knús og góðar hugsanir og pepp-up strauma. Mikið vildi ég geta knúsað ykkur í raunheimum - á svona stundum vill maður vera með sínum nánustu.
kv. Ásthildur

Fláráður said...

Norðurhvelsbúar eru að stækka fyrst og fremst vegna fæðunnar. Við virðumst þó vera búin að hámarka okkur á lengdina og erum að vinna okkur í að hámarka breiddina.

Anonymous said...

Lágvaxnir og kubbóttir líkamar varðveita því hita betur. Ahh loksins les maður eitthvað af viti á þessari síðu:) spurning um að hætta í fráhaldi.