Feb 18, 2007

Afmælisgaurinn

Afmælis-pirate-inn
B-Kort fagnaði 4 ára afmæli sínu í dag. Vei vei, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Gæinn var mjög sáttur með daginn. Byrjað var á því að opna pakka og svo var hámuð í sig ljúfeng Ben & Jerry's ískaka, eða eins og BK kallaði hana pirate kaka. Þar sem drengurinn er með piratesyndrom á háu stigi þá var afmælisþemað að sjálfsögðu Pirates. Eftir gott chill og leik við flottu afmælisgjafirnar sem komu sumar alla leið frá Íslandi. Skellti Kortfamilían sér í það sem Geð-Kortið kýs að kalla musteri meðalmennskunar, MOA. Þar uppgötvuðum við Aquarium sem staðsett er undir mallinu. Mar getur nú ekki annað en dáðst af ameríkönum þegar kemur að hugmynda og framkvæmdargleði. Við erum sem sagt að tala um heilann sjávardýragarð undir sjálfri verslunarmiðstöðinni, sem er heavy stór fyrir. Aquarium-ið var bara gaman. Allir Kortmeðlimir voru sáttir með sitt þar. Að því loknu var skellt sér á fornar slóðir Forrests Gumps eða á Bubba Gump rækjumatsölustaðinn. Þar fékk afmælisbarnið ís og afmælissöng frá starfsmönnum. Eftir það voru farnar nokkrar ferðir í rússíbana og annað eins í skemmtigarðinum sem einnig er staðsettur í mallinu. Björn Kort er mjög sáttur með 4 árin og minntist oft á það yfir daginn að nú væri hann orðinn stór strákur. Kort familían þakkar fyrir alla pakkana sem ferðuðust alla leið yfir hafið. Takk takakka

p.s. Bættum við nýju myndaalbúmi með afmælismyndum af prinsinum og öðrum góðum myndum.

13 comments:

Anonymous said...

til hamingjuj með ammælið:)

kv.stína sína

Anonymous said...

mr B er flottastur

Anonymous said...

Til Hammó BK!

Fláráður said...

Jóhóhó og kassi af ís er greinilega það sem koma skal.

Til hamingju með afmælið Björn Kort!

Anonymous said...

Nú má Captain Jack Sparrow fara að vara sig!
mr. B Kort er bara langflottasti pirate-inn :)
Afmæliskveðjur from the old country!

Anonymous said...

Drengurinn er ekki bara næstum að verða fullorðinn heldur líka farinn að slá foreldrana út í fegurð:) Björn þú er sannur sjóræningi. Hlakka til að sjá þig í næstu viku.

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Björn Kort, þú ert flottastur. Hlakka til að fá þig í heimsókn,
amma Magga

B said...

Til hamingju með afmælið Bjössi,

kveðja Agneta og mamma hennar

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Captain B. Kort.

Eitt er víst að þú verður alltaf stærri en Markús :) ....

Anonymous said...

Til Hamingju með Afmælið! Þú ert flottastur.

Kv Ágúst

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið.
Einn Þór er í sjóræningjaþema þetta árið og þætti vænt um ef þú gætir kippt með þér svona kitti þegar þú kemur til íslands.

kv. K og Co.

Unknown said...

http://baldvinj.blog.is

nett tilraun á klakanum

Anonymous said...

Enn gaman að detta inná þessa síðu Auja mín. Held ég hafi ekki séð þig síðan í DK í den tid. Við áttum góða hláturspretti í bróderíklúbbnum okkar í the down under.
Mun kíkja hingað inn aftur og til hamingju með afmælispeyjann.
Kveðja, leyndó múhahahaha.