Feb 15, 2007

In Memoriam

Lífið gerist hjá öllum, þannig er það víst. Amma Ásthildur sannaði hagfræðilögmálið það er ekkert til sem heitir frír hádegismatur seinasta sunnudag þegar hún kvaddi þennan heim eftir stutta en hetjulega baráttu við lungnakrabbann. Eftir 50 ára stífar og miklar reykingar þá er lungnakrabbi það sem koma skal. Hún vissi það svo sem og var ekkert að agnúast útí það. Íhugaði að hætta að reykja á lokasprettinum en hafði svo á orði að það væri til lítils gagns núna. Amman var ansi spes kona, ekki alveg þessi hefðbundna ímynd sem maður hefur af ömmum. Hún kunni til að mynda ekki að elda eða baka (nema Vilkosúpur), prjónaði ekki og var ekki í kvennfélagi. Hún var Ísfirðingur og því sérstök og þrjósk. Hún elskaði box, Bubba Morteins, spil, ofbeldisfullar bíómyndir (því meira blóð því betra) og kunni að meta góða krimma. Hún var haldin krónískri óþolinmæði sem ágerðist bara með árunum. Hafði sérstaka sýn á heiminn, meðal annars sterkar skoðanir á minnihlutahópum (kynni hennar af Jósa, löguðu það þó mikið). Hún hataði grænmeti, elskaði að versla föt og glingur. Hún hafði gaman af ferðalögum, var mikill dýravinur og talaði sérstakt dýratungumál. Hún var flott og við fíluðum hana. Nú er hún farin úr þessu jarðríki er líklegast annarsstaðar í geggjuðu stuði með rettu í annarri og fussandi og sveiandi yfir okkur sem eftir erum og syrgum hana.
Á innan við einu ári höfum við Kort familían kvatt tvær ömmur. Tvær flottar hefðarfrúr sem voru svo ólíkar en samt svo líkar. Þær elskuðu okkur og gáfum okkur svo margt. Við erum guði þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þessar kjarnakonur hjá okkur eins lengi þær voru. Vonandi náum við að verða eins flottar ömmur og þær. Blessuð sé minning þeirra.

Kortfjölskyldan ætlar að fljúga til The old country til að fylgja þeirri gömlu heim. Við komum laugardaginn 24 feb og förum aftur 28 feb. Stutt stopp. Hlökkum til að hitta ykkur.

13 comments:

Anonymous said...

Við vottum ykkur samhúð okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja úr Garðabænum.

Fláráður said...

Semog vottum við ykkur samúð.
Vonumst til að sjá smettin á ykkur hér síðar í mánuðinum.

Þó og co.

Ally said...

Samhryggist ykkur öllum.
Kærar kveðjur frá okkur í Eskihlíðinni.

Unknown said...

Samhryggist ykkur Le Kort family.
Held samt að sé líka við hæfi að samgleðjast þeirri gömlu, ég efast ekki heldur um að hún sé í enn betra partíi hinum megin.

Fáum vonandi að sjá ykkur bregða fyrir meðan þið eruð á klakanum.

Anonymous said...

Samhryggist ykkur litla (en þó stækkandi) fjölskylda. Vonandi sjáumst við e-ð í stoppinu ykkar :)

Anonymous said...

Við vottum ykkur samúð okkar.
Amman var greinilega kona að okkar skapi.

kveðja,
Kristín og Björgvin

Anonymous said...

Samúðarkveðjur til ykkar allra úr Teigunum. Erum spennt að sjá ykkur og þá sérstaklega mr. B.
Hann er besti vinur okkar og það þarf að segja honum margar sögur - eins og að það er jafn vont að fara í blóðtöku og láta taka úr sér kjöt.

Anonymous said...

Góð lýsing á sennilega góðri konu. Samhryggist ykkur.

Finnbogi

http://boginn.bloggar.is

Anonymous said...

samhryggist ykkur innilega,hefði verið gaman að hitta þennan vestfirðing og rökræða við hana.. þú lætur mg vita auja mín ef það þarf að laga hárið á famelíunni:)

kveðja stína fína

Anonymous said...

Elsku Björn Kort!

Innilegar hamingjuóskir með 4.ára afmælið :)
Góða skemmtun í MOA í dag!
Hlökkum til að hitta þig um næstu helgi!

Þínar frænkur,
Árný Björk og Ásta Rakel

Anonymous said...

Ég votta ykkur mína dýpstu samúð kæra fjölskylda og megi guð vera með ykkur. Hlakka mikið til að sjá ykkur

Kveðja Binni Rafn

Anonymous said...

Elsku Björn
Innilegar hamingjuóskir með 4 ára afmælið. Við erum að baka bangsaköku því það á að halda upp á afmælið mitt hjá pabba á morgun. Svo á að hafa barnaafmæli og fjölskylduafmæli hjá mömmu. Það verður líka afmæli í leikskólanum.
Bless Una

Innilegar hamingjuóskir líka frá okkur, Pakkinn er á leiðinni ég vona að hann komi í tæka tíð.
Auja þú færð hrós fyrir minningarorð um ömmurnar.
Ég er fegin að jarðaförin verður ekki fyrr en við Siggi erum komin til baka frá útlöndum.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Maggý og fjölskylda

Unknown said...

Góðu fréttirnar eru samt náttúrulega þær að Gísli greyið kemst þá loksins loksins á almennilegan AA fund í vöggu AA í heiminum :)