Feb 24, 2007

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár....

Og sömuleiðis Kort familían. Erum komin til the old country. Gömlu gmsar virkir en við ennþá óvirk (þökk sé guði fyrir það). Ferðasagan sem er mjög krassandi og spes um ferð Kort familíunar á heimaslóðir part I kemur seinna. Svefninn kallar..... Mikið er þó gaman að sjá fjöllin fögru....

9 comments:

Anonymous said...

Velkomin heim!

Anonymous said...

Fyrir nokkru síðan fann ég að það var eitthvað mjög stórkostlegt að gerast, en gerði mér ekki grein fyrir því hvað það væri. Núna veit ég að þetta var á þeirri mínútu sem þið fjölskyldan stiguð út úr flugvélinni í Keflavík. Held að þetta sé vegna þess að við Auðbjörg erum svo tengdar andlega, eða ég og Björn, allavega ekki ég og Gísli. Ég hef aldrei náð honum.

Velkomin heim.

Anonymous said...

Jú jú Magga, ég held að þú náir alveg Gísla.
Hann er bara ekkert flóknari en þetta :)
En hann vill að sjálfsögðu að við höldum það öll ;)

Anonymous said...

Halló Björn Kort og fjölskylda.

Við fengum njósnir af þessari síðu á leikskólanum á Marargötu og okkur langaði til að óska guttanum til hamingju með 4ra ára ammælið. Það er gaman að segja frá því að Arnar Þór var að horfa á einhverja frétt frá henni Ameríku í sjónvarpinu um daginn og tjáði sig þá um það að Bjössi væri í Ameríku og að hnn saknaði hans ; = )

Hann heldur upp á ammælið sitt á morgun og ef það er rétt að þið eruð stödd á landinu í augnablikinu væri gaman að fá piltinn í heimsókn.

Kær kveðja frá Arnari Þór og fjölskyldu á Öldugötunni.

Anonymous said...

Hej kära vänner!
Välkomna- hoppas jag ser er mens ni stannar!
Annars så hörs vi...kram

Ally said...
This comment has been removed by the author.
Ally said...

Baddi ég átti stutt símtal við Gisla í gær þar sem mér varð á að segja: "Já, ég skil þig..."
Þá brást Gísli hinn versti við og sagði að ég skildi etv það sem hann væri að segja EN að það væri fráleitt að halda því fram að ég skildi hann, Gísla, mannveruna.
Ég náttúrulega grét og baðst afsökunar á þessum mistökum og þá róaðist hann örlítið. En nú skil ég betur en nokkru sinni fyrr hve ókleift er í þær háu hæðir sem andlegir vitsmunir Gísla Kort eru. Þórólfur reyndar kemst þangað á gönguskíðum.

Fláráður said...

Þið megið búast við símtali - Ég heimta nokkrar mínútur af tíma ykkar þrátt fyrir að ég viti af því að þið séuð umsetin á þessu stutta stoppi.

Anonymous said...

Jamm.

"Mikilmenna djúp að kanna, megnar aldrei fjöldin þegna."